Jónsi í Sigur Rós lagði ríkisskattstjóra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 18:45 Myndin er tekin á tónleikum Sigur Rósar í Laugardalshöll í nóvember. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað kröfu á hendur Jónsa í Sigur Rós vegna skattamáls hljómsveitarinnar frá héraðsdómi. Ríkisskattstjóri ákvað að falla frá áfrýjun dómsmála á hendur þriggja af fjögurra hljómsveitarmeðlima, sem allir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Eftir stóð Jónsi – og endurskoðandi hans. Tónlistarmennirnir fjórir voru upphaflega grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Skattsvikamálið hefur velkst um í réttarkerfinu um nokkurt skeið; Landsréttur úrskurðaði árið 2021 að málið skyldi fara fyrir héraðsdóm að nýju, sem svo sýknaði tónlistarmennina, þá Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og fyrrverandi meðliminn Orra Pál Dýrason. Ríkisskattstjóri áfrýjaði til Landsréttar en ákvað óvænt að falla frá þremur áfrýjunum af fjórum. Nú liggur fyrir niðurstaða í máli Jónsa. Tónlistarmennirnir hafa byggt frávísunarkröfu á reglunni um ne bis in idem, það er, að maður þurfi ekki að sæta saksókn eða refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemina. Þeir hafi þegar greitt sekt vegna málsins og væri því um tvöfalda refsingu að ræða. Landsréttur féllst ekki á þau rök Jónsa strax í upphafi forsendna dómsins, sem kveðinn var upp í dag, enda hafi álagið verið lagt á félag í hans eigu en ekki hann sjálfan. Eftir stæði hvort hann teldist hafa verið sýknaður við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Aðildin samofin Landsréttur taldi að aðild félags Jónsa og hans sjálfs hafi verið svo samofin að við meðferð skattyfirvalda hafi aðildin, á tilteknu tímabili, verið ein og hin sama. Því væri rétt að hann nyti þess vafa sem uppi hefur verið í dómaframkvæmd um túlkun á reglunni um tvöfalda refsingu. Gunnar Þór Ásgeirsson, endurskoðandi hljómsveitarinnar, krafðist ekki frávísunar en byggði sýknukröfu sína á því að hann hefði réttmætar væntingar um að máli á hendur honum væri lokið, þar sem hann væri ekki tilgreindur sem sökunautur, þegar skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til héraðssaksóknara. Endurskoðandanum var gefið að sök að hafa sleppt því að standa skil á skattframtölum félagsins og þannig komið þeim undan greiðslu tekjuskatts. Ákæran miðaði hins vegar að því að hann hefði verið daglegur stjórnandi félags Jónsa en því hafnaði endurskoðandinn alfarið. Ákæruvaldinu tókst sönnun ekki og þá þótti einnig varhugavert að telja hann hlutdeildarmann í skattsvikabroti. Var Gunnar Þór því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Eignir tónlistarmannanna voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en þær námu um 800 milljónum króna. Georg Hólm bassaleikari sveitarinnar tjáði sig um málið fyrir tveimur árum síðan og sagði þá: „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“ Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 „Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06 Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Tónlistarmennirnir fjórir voru upphaflega grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Skattsvikamálið hefur velkst um í réttarkerfinu um nokkurt skeið; Landsréttur úrskurðaði árið 2021 að málið skyldi fara fyrir héraðsdóm að nýju, sem svo sýknaði tónlistarmennina, þá Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og fyrrverandi meðliminn Orra Pál Dýrason. Ríkisskattstjóri áfrýjaði til Landsréttar en ákvað óvænt að falla frá þremur áfrýjunum af fjórum. Nú liggur fyrir niðurstaða í máli Jónsa. Tónlistarmennirnir hafa byggt frávísunarkröfu á reglunni um ne bis in idem, það er, að maður þurfi ekki að sæta saksókn eða refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemina. Þeir hafi þegar greitt sekt vegna málsins og væri því um tvöfalda refsingu að ræða. Landsréttur féllst ekki á þau rök Jónsa strax í upphafi forsendna dómsins, sem kveðinn var upp í dag, enda hafi álagið verið lagt á félag í hans eigu en ekki hann sjálfan. Eftir stæði hvort hann teldist hafa verið sýknaður við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Aðildin samofin Landsréttur taldi að aðild félags Jónsa og hans sjálfs hafi verið svo samofin að við meðferð skattyfirvalda hafi aðildin, á tilteknu tímabili, verið ein og hin sama. Því væri rétt að hann nyti þess vafa sem uppi hefur verið í dómaframkvæmd um túlkun á reglunni um tvöfalda refsingu. Gunnar Þór Ásgeirsson, endurskoðandi hljómsveitarinnar, krafðist ekki frávísunar en byggði sýknukröfu sína á því að hann hefði réttmætar væntingar um að máli á hendur honum væri lokið, þar sem hann væri ekki tilgreindur sem sökunautur, þegar skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til héraðssaksóknara. Endurskoðandanum var gefið að sök að hafa sleppt því að standa skil á skattframtölum félagsins og þannig komið þeim undan greiðslu tekjuskatts. Ákæran miðaði hins vegar að því að hann hefði verið daglegur stjórnandi félags Jónsa en því hafnaði endurskoðandinn alfarið. Ákæruvaldinu tókst sönnun ekki og þá þótti einnig varhugavert að telja hann hlutdeildarmann í skattsvikabroti. Var Gunnar Þór því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Eignir tónlistarmannanna voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en þær námu um 800 milljónum króna. Georg Hólm bassaleikari sveitarinnar tjáði sig um málið fyrir tveimur árum síðan og sagði þá: „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“
Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 „Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06 Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43
„Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06
Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10