„Aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2023 22:45 Kristófer Acox var frábær í sigri Vals gegn Njarðvík Vísir/Hulda Margrét Valur valtaði yfir Njarðvík í Ljónagryfjunni 76-101. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn og Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. „Við vissum af því að með sigri myndum við tryggja okkur deildarmeistaratitilinn en við vorum ekkert að missa okkur yfir því. Við komum inn í þennan leik og ætluðum að spila eins og við hefðum engu að tapa,“ sagði Kristófer Acox og hélt áfram. „Auðvitað er þetta mikill heiður og alltaf gaman að vinna en aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima. Við fáum heimavöllinn út úrslitakeppnina og við vitum að það er mikilvægt.“ Kristófer var ánægður með þá staðreynd að hafa landað eina titlinum sem hann átti eftir að vinna sem leikmaður Vals. „Við erum í þessu til að vinna og við viljum vinna allt sem er í boði. Núna erum við komnir með alla bikarana í hús en auðvitað er nýtt og annað mót sem er eftir. Það er mikill körfubolti sem er eftir að spila og við vitum að það verður ekki auðvelt. Við munum hugsa um okkur og reyna vera betri og mér fannst við taka stórt skref í kvöld.“ Kristófer Acox og Maciek Baginski áttu í orðaskiptum í seinni hálfleik. Skömmu síðar tróð Kristófer yfir hann. Kristófer var léttur í svörum og sagðist hafa skotið á hann vegna auglýsingu sem Maciek lék í. „Ég og Maciek Baginski erum góðir félagar og erum búnir að þekkjast lengi og ég var aðeins að skjóta á hann með Sjóvá auglýsingarnar. Það hefur verið stríð milli mín og hans á auglýsingaskiltum út í bæ. Maður sá hann allt í einu á skjánum að taka minn tíma og ég lét hann aðeins heyra það,“ sagði Kristófer Acox í góðu glensi. Valur Subway-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira
„Við vissum af því að með sigri myndum við tryggja okkur deildarmeistaratitilinn en við vorum ekkert að missa okkur yfir því. Við komum inn í þennan leik og ætluðum að spila eins og við hefðum engu að tapa,“ sagði Kristófer Acox og hélt áfram. „Auðvitað er þetta mikill heiður og alltaf gaman að vinna en aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima. Við fáum heimavöllinn út úrslitakeppnina og við vitum að það er mikilvægt.“ Kristófer var ánægður með þá staðreynd að hafa landað eina titlinum sem hann átti eftir að vinna sem leikmaður Vals. „Við erum í þessu til að vinna og við viljum vinna allt sem er í boði. Núna erum við komnir með alla bikarana í hús en auðvitað er nýtt og annað mót sem er eftir. Það er mikill körfubolti sem er eftir að spila og við vitum að það verður ekki auðvelt. Við munum hugsa um okkur og reyna vera betri og mér fannst við taka stórt skref í kvöld.“ Kristófer Acox og Maciek Baginski áttu í orðaskiptum í seinni hálfleik. Skömmu síðar tróð Kristófer yfir hann. Kristófer var léttur í svörum og sagðist hafa skotið á hann vegna auglýsingu sem Maciek lék í. „Ég og Maciek Baginski erum góðir félagar og erum búnir að þekkjast lengi og ég var aðeins að skjóta á hann með Sjóvá auglýsingarnar. Það hefur verið stríð milli mín og hans á auglýsingaskiltum út í bæ. Maður sá hann allt í einu á skjánum að taka minn tíma og ég lét hann aðeins heyra það,“ sagði Kristófer Acox í góðu glensi.
Valur Subway-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira