KA verði að losa sig við Jónatan ef liðið ætlar ekki að falla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. mars 2023 07:00 Gengi KA í Olís-deild karla hefur vægast sagt ekki verið upp á marga fiska eftir að Jónatan Magnússon tilkynnti að hann muni hætta með liðið að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét Eftir afar slæmt gengi á árinu eru KA-ingar í bullandi fallbaráttu fyrir lokasprettinn í Olís-deild karla í handbolta. KA og fráfarandi þjálfari liðsins, Jónatan Magnússon, voru til umræðu í seinasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur. Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur.
Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira