KA verði að losa sig við Jónatan ef liðið ætlar ekki að falla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. mars 2023 07:00 Gengi KA í Olís-deild karla hefur vægast sagt ekki verið upp á marga fiska eftir að Jónatan Magnússon tilkynnti að hann muni hætta með liðið að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét Eftir afar slæmt gengi á árinu eru KA-ingar í bullandi fallbaráttu fyrir lokasprettinn í Olís-deild karla í handbolta. KA og fráfarandi þjálfari liðsins, Jónatan Magnússon, voru til umræðu í seinasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur. Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur.
Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira