„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2023 10:00 Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun