Landspítalinn þvær hendur sínar af blóðrannsóknum Greenfit Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 11:54 Landspítalinn segist ekki hafa átt neinn þátt í tilvísun blóðrannsóknar á vegum Greenfit. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hafnar því alfarið að einhvers konar mistök hafi átt sér stað hjá spítalanum og ítrekar að hafa ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu fyrirtækisins Greenfit. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira