Tyrkland var síðasta aðildarríkið af þrjátíu til að samþykkja umsókn Finnlands. Ungverjaland var einnig lengi að samþykkja umsóknina en gerði það svo fyrr í þessari viku. Tyrkland samþykkti þó ekki umsókn Svíþjóðar sem þarf því að bíða lengur.
Innganga Finnlands í Atlantshafsbandalagið mun vera sú fyrsta síðan Norður-Makedónía gekk inn í bandalagið árið 2020.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, birtir í kvöld færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún þakkar öllum löndum Atlantshafsbandalagsins fyrir stuðninginn.
„Sem bandamenn munum við gefa og þiggja öryggi. Við munum verja hvort annað,“ segir hún í færslunni.
Þá segir Sanna að Finnland standi með Svíþjóð núna og í framtíðinni og styðji umsókn þeirra í bandalagið.