Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 07:14 Frumvarpið fjallar um kynfrumur og fósturvísa sem hafa verið geymd í tengslum við tæknifrjóvgun. Getty Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að virða vilja einstaklinga eða pars sem hefur geymt kynfrumur eða fósturvísa í tengslum við tæknifrjóvgunarferli tli að nýta kynfrumur eða fósturvísa þrátt fyrir breytingu á sambúðarformi eða andlát. Með breytingunni sé einstaklingum veitt ríkara ákvörðunarvald yfir eigin kynfrumum og fósturvísum við framangreindar aðstæður. Ef frumvarpið verður að lögum mun einstaklingur sem hefur samþykkt geymslu kynfruma eða fósturvísa getað veitt skriflegt og vottað samþykki fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki geti notað kynfrumurnar eða fósturvísana. Þetta er hins vegar þeim skilyrðum háð að umræddur einstaklingur, það er að segja makinn, sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað og að viðkomandi geti notað kynfrumurnar eða fósturvísana í eigin líkama. Þannig munu aðeins konur eða trans karlar geta nýtt sér lagabreytinguna en ekki karlar eða trans konur. „Með breytingunni er ekki verið að heimila gjöf fósturvísa og notkun þriðja aðila. Eingöngu þeim sem stóðu að geymslu fósturvísa er heimilt að samþykkja notkun eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit og er með notkun átt við nýtingu í eigin líkama. Þá er þeim sem eiga kynfrumur í geymslu eingöngu heimilt við sambærilegar aðstæður að samþykkja notkun fyrrverandi eða eftirlifandi maka í eigin líkama. Eðli málsins samkvæmt er því einungis heimilt að samþykkja notkun leghafa á kynfrumum eða fósturvísum eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit,“ segir í greinargerðinni. Hér má lesa frumvarpið. Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að virða vilja einstaklinga eða pars sem hefur geymt kynfrumur eða fósturvísa í tengslum við tæknifrjóvgunarferli tli að nýta kynfrumur eða fósturvísa þrátt fyrir breytingu á sambúðarformi eða andlát. Með breytingunni sé einstaklingum veitt ríkara ákvörðunarvald yfir eigin kynfrumum og fósturvísum við framangreindar aðstæður. Ef frumvarpið verður að lögum mun einstaklingur sem hefur samþykkt geymslu kynfruma eða fósturvísa getað veitt skriflegt og vottað samþykki fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki geti notað kynfrumurnar eða fósturvísana. Þetta er hins vegar þeim skilyrðum háð að umræddur einstaklingur, það er að segja makinn, sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað og að viðkomandi geti notað kynfrumurnar eða fósturvísana í eigin líkama. Þannig munu aðeins konur eða trans karlar geta nýtt sér lagabreytinguna en ekki karlar eða trans konur. „Með breytingunni er ekki verið að heimila gjöf fósturvísa og notkun þriðja aðila. Eingöngu þeim sem stóðu að geymslu fósturvísa er heimilt að samþykkja notkun eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit og er með notkun átt við nýtingu í eigin líkama. Þá er þeim sem eiga kynfrumur í geymslu eingöngu heimilt við sambærilegar aðstæður að samþykkja notkun fyrrverandi eða eftirlifandi maka í eigin líkama. Eðli málsins samkvæmt er því einungis heimilt að samþykkja notkun leghafa á kynfrumum eða fósturvísum eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit,“ segir í greinargerðinni. Hér má lesa frumvarpið.
Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira