Leikskólamál – eldri borgarar Katrín J. Björgvinsdóttir skrifar 31. mars 2023 10:01 Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikskólar Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar