Um stöðu og starfsemi Háskóla Íslands Steinunn Gestsdóttir skrifar 31. mars 2023 10:30 Almenningur og stjórnvöld gera ríkar og margvíslegar kröfur til Háskóla Íslands. Það er bæði æskilegt og eðlilegt – það er til marks um mikilvægi hans. Traust til skólans er einn okkar allra mikilvægasti mælikvarði og hefur Háskóli Íslands lengi verið í efstu sætum yfir þær stofnanir sem almenningur á Íslandi treystir best. Ég fagna allri umræðu um stöðu skólans enda er hann opinber stofnun sem á að þjóna íslensku samfélagi. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um fjármögnun háskólastigsins, gæði háskólastarfs og stöðu íslenskra háskóla á alþjóðlegum matslistum. Um alþjóðlega matslista vil ég segja þetta: stjórnendur Háskóla Íslands fylgjast með stöðu skólans á hinum ýmsu listum og taka stöðu skólans á þeim alvarlega. HÍ hefur fallið á vissum listum sem er áhyggjuefni sem skólinn þarf að bregðast við. Það eru þó jafnan flóknar ástæður fyrir þeirri stöðu og það er rangt að draga ályktun um að alþjóðleg staða HÍ sé slök eða gæði starfseminnar sé í hættu, byggt á heildarröðun hans á þessum listum. Sem dæmi má nefna að einstakar fræðigreinar við skólann mælast á undirlistum þessara matslista í sætum á bilinu 8-500 af þeim rúmlega 20 þúsund háskólum sem eru í heiminum. Þá eru vísindamenn skólans ítrekað í hópi hinna áhrifamestu í heimi á sömu listum. Að auki eru matslistar, eins og aðrir flóknir mælikvarðar, í sífelldri þróun. Reyndar hefur gagnrýni á matslistana orðið til þess að nýlega hafa margir af bestu skólum heims (skv. umræddum listum!) kallað eftir að hætt verði að nota þá – meðal annars svo að niðurstöður þeirra séu ekki smættaðar eða notaðar umfram það sem efni standa til. Sem sagt, alþjóðlegir matslistar eru mikilvægir, flóknir og má ekki oftúlka. En markmið mitt er ekki að fjalla um kosti og galla alþjóðlegra matslista. Ég ætla aftur á móti að gefa nokkur dæmi til að sýna umfang, starfsemi og stöðu Háskóla Íslands innan lands og utan, enda er útilokað að ein tala geti fangað fjölbreytilegt framlag skólans og gæði starfsins. Starfsemi skólans er undir ströngu alþjóðlegu gæðaeftirliti. Gæðaráð íslenskra háskóla sem skipað er erlendum sérfræðingum vottar reglulega alla háskóla á Íslandi. Að auki koma margir erlendir sérfræðingar að innra mati á kennslu og rannsóknum og styðja við uppbyggingu og framtíðarsýn fræðasviða og deilda. Að neðan eru nokkur nýleg dæmi um hin margvíslegu viðfangsefni, árangur og framlag skólans. Vart þarf að taka fram að slíkur listi gefur ekki tæmandi mynd af starfi skólans og ég fagna öllum dæmum sem aðrir munu vafalítið bæta við í kjölfarið. Háskóli Íslands hefur innan sinna raða vísindafólk sem er með því áhrifamesta í heimi (sjá t.d. nýlegar fréttir um Jón Atla Benediktsson og Unni Þorsteinsdóttur), sem er mikið afrek hjá fámennri þjóð. Um 40% vísindagreina frá Háskóla Íslands fást birtar í 10% bestu vísindatímaritum heims. Á hverju ári aflar vísindafólk skólans á bilinu 4-5 milljarða í gegnum rannsóknarsjóði sem fjármagna m.a. rannsóknarinnviði og laun sérfræðinga og nemenda við skólann. Fjöldi sprotafyrirtækja eru byggð á rannsóknum starfsfólks og nemenda. Sem nýleg dæmi má nefna verðlaunaverkefnin Carbfix og Taramar, og að í vikunni var sprotafyrirtæki HÍ, Oculis, skráð á NASDAQ, bandaríska hlutabréfamarkaðinn í New York. Fyrirtækið er byggt á grunnrannsóknum prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. Einnig hafa nemendur stofnað fjölda fyrirtækja og má nefna Controlant og Meniga sem tvö dæmi. Um 80% grunnnema við HÍ eru ánægðir með námið að því loknu, sem er hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Menntun við HÍ nýtist vel á vinnumarkaði. Um fjórir af hverjum fimm útskrifuðum nemum sem eru á vinnumarkaði fá starf þar sem krafist er háskólamenntunar fljótlega eftir útskrift. Í ár stunda rúmlega 2000 erlendir nemendur nám við HÍ og eru tæplega 50% þeirra frá löndum utan Evrópu. Þeir koma frá 107 þjóðlöndum en fjölmennasti hópurinn er frá Bandaríkjunum. Fræðafólk skólans hefur haldið um 5000 opna viðburði á síðustu fimm árum og kemur fram í íslenskum fjölmiðlum á næstum hverjum einasta degi ársins. Háskóla Íslands og starfsfólk hans bar á góma í fréttum innanlands hátt í 7000 sinnum árið 2022. Sérfræðingar HÍ hafa verið lykilaðilar í viðbrögðum stjórnvalda og umfjöllun um ýmiss konar áskoranir. Frá allra síðustu árum má benda á viðbrögð við eldgosum, COVID19 og stríðinu í Úkraínu. HÍ starfrækir rannsóknasetur á ellefu stöðum á landinu þar sem vísindafólk og nemendur eru í samstarfi við heimafólk og vinna að rannsóknarefnum sem snerta sérstaklega viðkomandi svæði. Rannsóknasetrin eru hringinn í kringum landið – í Stykkishólmi, Bolungarvík, á Hólmavík, Skagaströnd, Húsavík, Egilsstöðum, Breiðdalsvík, Höfn í Hornafirði, Laugarvatni, í Vestmannaeyjum og Sandgerði. Skólinn býður yfir 500 námskeið í fjarnámi. Verið er að innleiða áætlun sem tryggir þróun og gæði fjarnáms og mun auka framboð á fjarnámi við skólann. Áætlunin var unnin af innlendum og erlendum sérfræðingum. Háskóli Íslands þróaði kennsluakademíu að erlendri fyrirmynd til að styðja við afburðaháskólakennslu sem nú hefur verið innleidd fyrir alla opinberu háskóla landsins. HÍ hefur þróað eða rekur verkefni sem stuðla að fjölbreytileika nemendahópsins sem sum hafa verið tekin upp af öðrum háskólum eða sveitarfélögum. Sem dæmi má nefna Sprett, verkefni fyrir nemendur með innflytjendabakgrunn; nám á háskólstigi fyrir fólk með þroskahömlun; jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem þjálfar fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og á átakasvæðum; fagháskólanám fyrir nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla; og að tæplega þúsund nemendur hafa lokið gráðu fyrir nemendur með íslensku sem annað mál. Árlega sækja á fimmta þúsund manns námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands sem opnar dyr fyrir almenningi að HÍ og stuðlar að símenntun í fjölda starfsstétta. Með markvissri uppbyggingu hefur Háskóli Íslands fjölgað doktorsútskriftum úr ríflega 20 árið 2008 í 80-90 útskriftir á ári síðastliðin ár og þannig styrkt stöðu sína sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli. Vísindagarðar Háskóla Íslands í Vatnsmýri eru suðupottur nýsköpunar. Nú þegar hafa 50.000 fm af húsnæði verið reistir á svæði Vísindagarða þar sem þekkingarfyrirtæki á borð við Íslenska erfðagreiningu, Alvotech og CCP, nýsköpunarfyrirtæki nemenda og deildir HÍ mynda saman lifandi og drífandi þekkingarsamfélag. Nemendur við Háskóla Íslands reka fjölda sjálfboðaliðaverkefna í þágu íslensks samfélags, svo sem fræðslu um kynheilbrigði, sjálfsvörn, geðheilbrigði og lýðheilsu fyrir framhaldsskólanema, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu undir handleiðslu, og tannlækna- og lagaþjónustu fyrir almenning, svo nokkur dæmi séu tekin. Fjármögnun skólans hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. Þótt Háskóli Íslands hafi iðulega fundið velvilja og traust frá ríkisstjórnum landsins, og mikilvæg skref verið stigin í átt til betri fjármögnunar á síðustu árum, er hægt að segja að Háskóli Íslands skrapi botninn hvað varðar fjármögnun miðað við sambærilega norræna háskóla. Ég tel árangur og vöxt skólans síðustu 20 ár ævintýralegan, ekki síst þegar miðað er við þá fjármögnun sem hann býr við. Langvarandi undirfjármögnun veldur álagi á mannauð og innviði og getur vegið að gæðum starfsins, en fyrst og fremst kemur slök fjármögnun í veg fyrir að hægt sé að þróa starfsemina og grípa þau tækifæri sem gefast. Háskólar sem standa í stað munu tapa í síharðnandi samkeppni háskóla á alþjóðavettvangi. Háskóli Íslands hefur sett sér metnaðarfulla stefnu til ársins 2026. Þar er áherslan sú að skólinn sé opinn og alþjóðlegur, hann stuðli að fjölbreyttu og sjálfbæru samfélagi, að gæði og innviðir kennslu og rannsókna séu í stöðugri þróun og að HÍ sé góður vinnustaður starfsfólks og nemenda sem allt starfið veltur á. Það er algjörlega óumdeilt að ef Háskóli Íslands byggi við opinbera fjármögnun sambærilega þeirri sem skólar í nágrannalöndum búa við, gæti hann sótt enn harðar fram, styrkt stöðu sína á alþjóðavettvangi og um leið þjónað íslensku samfélagi enn betur. Það er nefnilega þannig að betri háskóli gerir samfélagið okkar enn betra. Höfundur er aðstoðarrektor kennslumála og þróunar og prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Nokkrar heimildir: https://jamanetwork.com/journals/jama/fullarticle/2802977 · https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/11/16/jon_atli_i_hopi_ahrifamestu_visindamanna_heims/ · https://www.ruv.is/frettir/erlent/2022-10-27-unnur-thorsteinsdottir-ahrifamesta-visindakona-evropu https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-23-oculis-skrad-i-bandarisku-kauphollina https://www.hi.is/rannsoknasetur_haskola_islands https://kennsluakademia.hi.is/ https://www.hi.is/sprettur https://endurmenntun.is/ https://www.hi.is/kynningarefni/nemendur https://www.hi.is/visindastarf/sprotafyrirtaeki_haskola_islands · https://www.visindagardar.is/ · https://www.oecd-ilibrary.org/sites/3197152b-en/1/3/4/3/index.html?itemId=/content/publication/3197152b-en&_csp_=7702d7a2844b0c49180e6b095bf85459&itemIGO=oecd&itemContentType=book · https://www.hi.is/kynningarefni/hi_i_tolum Bent er á að flest það efni og tölur sem vísað er í að ofan er að finna á heimasíðu skólans, auk fjölda annarra dæma og upplýsinga um umfang og starfsemi HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur og stjórnvöld gera ríkar og margvíslegar kröfur til Háskóla Íslands. Það er bæði æskilegt og eðlilegt – það er til marks um mikilvægi hans. Traust til skólans er einn okkar allra mikilvægasti mælikvarði og hefur Háskóli Íslands lengi verið í efstu sætum yfir þær stofnanir sem almenningur á Íslandi treystir best. Ég fagna allri umræðu um stöðu skólans enda er hann opinber stofnun sem á að þjóna íslensku samfélagi. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um fjármögnun háskólastigsins, gæði háskólastarfs og stöðu íslenskra háskóla á alþjóðlegum matslistum. Um alþjóðlega matslista vil ég segja þetta: stjórnendur Háskóla Íslands fylgjast með stöðu skólans á hinum ýmsu listum og taka stöðu skólans á þeim alvarlega. HÍ hefur fallið á vissum listum sem er áhyggjuefni sem skólinn þarf að bregðast við. Það eru þó jafnan flóknar ástæður fyrir þeirri stöðu og það er rangt að draga ályktun um að alþjóðleg staða HÍ sé slök eða gæði starfseminnar sé í hættu, byggt á heildarröðun hans á þessum listum. Sem dæmi má nefna að einstakar fræðigreinar við skólann mælast á undirlistum þessara matslista í sætum á bilinu 8-500 af þeim rúmlega 20 þúsund háskólum sem eru í heiminum. Þá eru vísindamenn skólans ítrekað í hópi hinna áhrifamestu í heimi á sömu listum. Að auki eru matslistar, eins og aðrir flóknir mælikvarðar, í sífelldri þróun. Reyndar hefur gagnrýni á matslistana orðið til þess að nýlega hafa margir af bestu skólum heims (skv. umræddum listum!) kallað eftir að hætt verði að nota þá – meðal annars svo að niðurstöður þeirra séu ekki smættaðar eða notaðar umfram það sem efni standa til. Sem sagt, alþjóðlegir matslistar eru mikilvægir, flóknir og má ekki oftúlka. En markmið mitt er ekki að fjalla um kosti og galla alþjóðlegra matslista. Ég ætla aftur á móti að gefa nokkur dæmi til að sýna umfang, starfsemi og stöðu Háskóla Íslands innan lands og utan, enda er útilokað að ein tala geti fangað fjölbreytilegt framlag skólans og gæði starfsins. Starfsemi skólans er undir ströngu alþjóðlegu gæðaeftirliti. Gæðaráð íslenskra háskóla sem skipað er erlendum sérfræðingum vottar reglulega alla háskóla á Íslandi. Að auki koma margir erlendir sérfræðingar að innra mati á kennslu og rannsóknum og styðja við uppbyggingu og framtíðarsýn fræðasviða og deilda. Að neðan eru nokkur nýleg dæmi um hin margvíslegu viðfangsefni, árangur og framlag skólans. Vart þarf að taka fram að slíkur listi gefur ekki tæmandi mynd af starfi skólans og ég fagna öllum dæmum sem aðrir munu vafalítið bæta við í kjölfarið. Háskóli Íslands hefur innan sinna raða vísindafólk sem er með því áhrifamesta í heimi (sjá t.d. nýlegar fréttir um Jón Atla Benediktsson og Unni Þorsteinsdóttur), sem er mikið afrek hjá fámennri þjóð. Um 40% vísindagreina frá Háskóla Íslands fást birtar í 10% bestu vísindatímaritum heims. Á hverju ári aflar vísindafólk skólans á bilinu 4-5 milljarða í gegnum rannsóknarsjóði sem fjármagna m.a. rannsóknarinnviði og laun sérfræðinga og nemenda við skólann. Fjöldi sprotafyrirtækja eru byggð á rannsóknum starfsfólks og nemenda. Sem nýleg dæmi má nefna verðlaunaverkefnin Carbfix og Taramar, og að í vikunni var sprotafyrirtæki HÍ, Oculis, skráð á NASDAQ, bandaríska hlutabréfamarkaðinn í New York. Fyrirtækið er byggt á grunnrannsóknum prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. Einnig hafa nemendur stofnað fjölda fyrirtækja og má nefna Controlant og Meniga sem tvö dæmi. Um 80% grunnnema við HÍ eru ánægðir með námið að því loknu, sem er hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Menntun við HÍ nýtist vel á vinnumarkaði. Um fjórir af hverjum fimm útskrifuðum nemum sem eru á vinnumarkaði fá starf þar sem krafist er háskólamenntunar fljótlega eftir útskrift. Í ár stunda rúmlega 2000 erlendir nemendur nám við HÍ og eru tæplega 50% þeirra frá löndum utan Evrópu. Þeir koma frá 107 þjóðlöndum en fjölmennasti hópurinn er frá Bandaríkjunum. Fræðafólk skólans hefur haldið um 5000 opna viðburði á síðustu fimm árum og kemur fram í íslenskum fjölmiðlum á næstum hverjum einasta degi ársins. Háskóla Íslands og starfsfólk hans bar á góma í fréttum innanlands hátt í 7000 sinnum árið 2022. Sérfræðingar HÍ hafa verið lykilaðilar í viðbrögðum stjórnvalda og umfjöllun um ýmiss konar áskoranir. Frá allra síðustu árum má benda á viðbrögð við eldgosum, COVID19 og stríðinu í Úkraínu. HÍ starfrækir rannsóknasetur á ellefu stöðum á landinu þar sem vísindafólk og nemendur eru í samstarfi við heimafólk og vinna að rannsóknarefnum sem snerta sérstaklega viðkomandi svæði. Rannsóknasetrin eru hringinn í kringum landið – í Stykkishólmi, Bolungarvík, á Hólmavík, Skagaströnd, Húsavík, Egilsstöðum, Breiðdalsvík, Höfn í Hornafirði, Laugarvatni, í Vestmannaeyjum og Sandgerði. Skólinn býður yfir 500 námskeið í fjarnámi. Verið er að innleiða áætlun sem tryggir þróun og gæði fjarnáms og mun auka framboð á fjarnámi við skólann. Áætlunin var unnin af innlendum og erlendum sérfræðingum. Háskóli Íslands þróaði kennsluakademíu að erlendri fyrirmynd til að styðja við afburðaháskólakennslu sem nú hefur verið innleidd fyrir alla opinberu háskóla landsins. HÍ hefur þróað eða rekur verkefni sem stuðla að fjölbreytileika nemendahópsins sem sum hafa verið tekin upp af öðrum háskólum eða sveitarfélögum. Sem dæmi má nefna Sprett, verkefni fyrir nemendur með innflytjendabakgrunn; nám á háskólstigi fyrir fólk með þroskahömlun; jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem þjálfar fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og á átakasvæðum; fagháskólanám fyrir nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla; og að tæplega þúsund nemendur hafa lokið gráðu fyrir nemendur með íslensku sem annað mál. Árlega sækja á fimmta þúsund manns námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands sem opnar dyr fyrir almenningi að HÍ og stuðlar að símenntun í fjölda starfsstétta. Með markvissri uppbyggingu hefur Háskóli Íslands fjölgað doktorsútskriftum úr ríflega 20 árið 2008 í 80-90 útskriftir á ári síðastliðin ár og þannig styrkt stöðu sína sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli. Vísindagarðar Háskóla Íslands í Vatnsmýri eru suðupottur nýsköpunar. Nú þegar hafa 50.000 fm af húsnæði verið reistir á svæði Vísindagarða þar sem þekkingarfyrirtæki á borð við Íslenska erfðagreiningu, Alvotech og CCP, nýsköpunarfyrirtæki nemenda og deildir HÍ mynda saman lifandi og drífandi þekkingarsamfélag. Nemendur við Háskóla Íslands reka fjölda sjálfboðaliðaverkefna í þágu íslensks samfélags, svo sem fræðslu um kynheilbrigði, sjálfsvörn, geðheilbrigði og lýðheilsu fyrir framhaldsskólanema, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu undir handleiðslu, og tannlækna- og lagaþjónustu fyrir almenning, svo nokkur dæmi séu tekin. Fjármögnun skólans hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. Þótt Háskóli Íslands hafi iðulega fundið velvilja og traust frá ríkisstjórnum landsins, og mikilvæg skref verið stigin í átt til betri fjármögnunar á síðustu árum, er hægt að segja að Háskóli Íslands skrapi botninn hvað varðar fjármögnun miðað við sambærilega norræna háskóla. Ég tel árangur og vöxt skólans síðustu 20 ár ævintýralegan, ekki síst þegar miðað er við þá fjármögnun sem hann býr við. Langvarandi undirfjármögnun veldur álagi á mannauð og innviði og getur vegið að gæðum starfsins, en fyrst og fremst kemur slök fjármögnun í veg fyrir að hægt sé að þróa starfsemina og grípa þau tækifæri sem gefast. Háskólar sem standa í stað munu tapa í síharðnandi samkeppni háskóla á alþjóðavettvangi. Háskóli Íslands hefur sett sér metnaðarfulla stefnu til ársins 2026. Þar er áherslan sú að skólinn sé opinn og alþjóðlegur, hann stuðli að fjölbreyttu og sjálfbæru samfélagi, að gæði og innviðir kennslu og rannsókna séu í stöðugri þróun og að HÍ sé góður vinnustaður starfsfólks og nemenda sem allt starfið veltur á. Það er algjörlega óumdeilt að ef Háskóli Íslands byggi við opinbera fjármögnun sambærilega þeirri sem skólar í nágrannalöndum búa við, gæti hann sótt enn harðar fram, styrkt stöðu sína á alþjóðavettvangi og um leið þjónað íslensku samfélagi enn betur. Það er nefnilega þannig að betri háskóli gerir samfélagið okkar enn betra. Höfundur er aðstoðarrektor kennslumála og þróunar og prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Nokkrar heimildir: https://jamanetwork.com/journals/jama/fullarticle/2802977 · https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/11/16/jon_atli_i_hopi_ahrifamestu_visindamanna_heims/ · https://www.ruv.is/frettir/erlent/2022-10-27-unnur-thorsteinsdottir-ahrifamesta-visindakona-evropu https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-23-oculis-skrad-i-bandarisku-kauphollina https://www.hi.is/rannsoknasetur_haskola_islands https://kennsluakademia.hi.is/ https://www.hi.is/sprettur https://endurmenntun.is/ https://www.hi.is/kynningarefni/nemendur https://www.hi.is/visindastarf/sprotafyrirtaeki_haskola_islands · https://www.visindagardar.is/ · https://www.oecd-ilibrary.org/sites/3197152b-en/1/3/4/3/index.html?itemId=/content/publication/3197152b-en&_csp_=7702d7a2844b0c49180e6b095bf85459&itemIGO=oecd&itemContentType=book · https://www.hi.is/kynningarefni/hi_i_tolum Bent er á að flest það efni og tölur sem vísað er í að ofan er að finna á heimasíðu skólans, auk fjölda annarra dæma og upplýsinga um umfang og starfsemi HÍ.
Nokkrar heimildir: https://jamanetwork.com/journals/jama/fullarticle/2802977 · https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/11/16/jon_atli_i_hopi_ahrifamestu_visindamanna_heims/ · https://www.ruv.is/frettir/erlent/2022-10-27-unnur-thorsteinsdottir-ahrifamesta-visindakona-evropu https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-23-oculis-skrad-i-bandarisku-kauphollina https://www.hi.is/rannsoknasetur_haskola_islands https://kennsluakademia.hi.is/ https://www.hi.is/sprettur https://endurmenntun.is/ https://www.hi.is/kynningarefni/nemendur https://www.hi.is/visindastarf/sprotafyrirtaeki_haskola_islands · https://www.visindagardar.is/ · https://www.oecd-ilibrary.org/sites/3197152b-en/1/3/4/3/index.html?itemId=/content/publication/3197152b-en&_csp_=7702d7a2844b0c49180e6b095bf85459&itemIGO=oecd&itemContentType=book · https://www.hi.is/kynningarefni/hi_i_tolum Bent er á að flest það efni og tölur sem vísað er í að ofan er að finna á heimasíðu skólans, auk fjölda annarra dæma og upplýsinga um umfang og starfsemi HÍ.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun