Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 15:51 Björgvin Páll Gústavsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. Björgvin skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Færsla Björgvins kemur í kjölfar þess að Kristján Örn birti skilaboð sem hann fékk send frá markverðinum fyrir viðureign Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin birti svo sjálfur skjáskot af skilaboðasendingum þeirra á milli þar sem hann sýnir öll samskiptin þeirra á milli. Í færslunni sem Björgvin birtir í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig úr næsta landsliðsverkefni segir hann að ákvörðunin sé tekin til að auðvelda Handknattleikssambandinu það verkefni að velja á milli tveggja leikmanna. Hann segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin utan fjölmiðla. „Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum,“ segir Björgvin. „Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns.“ „Ég tel að það sé ekki góður staður að vera á þegar leikmenn ákveða að brjóta öll lögmál þess að vera liðsmaður og hvað þá landsliðsmaður og birta persónuleg skilaboð sem hugsuð eru til þess að hjálpa liðsfélaga í vanda. Það var í það minnsta tilgangur minn með þessum skilaboðum og svo geta menn haft sínar skoðanir á því öllu saman með því að skoða samskiptin sem hafa farið okkar á milli,“ segir Björgvin og bætir við að hann viðurkenni að hann hafi gengið of hart að Kristjáni í samskiptum sínum við hann. „Ég játa það fúslega að hafa verið of harðorður og hef ég reynt að biðjast afsökunar á því. Ég er þannig gerður að ég tala frekar við fólk en um fólk og set hlutina því frá mér umbúðalaust þegar ég er að tala eða skrifast á við fólk sem ég tel vini, samstarfsfélaga eða liðsfélaga, eins og í þessu máli. Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni.“ „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið).“ Björgvin segir einnig að hann sé tilbúinn að taka því opnum örmum að hitta Kristján og ræða málin, en það muni hins vegar ekki hagga ákvörðun hans um að draga sig úr landsliðshópnum. „Ef að svo ólíklega vill til að Kristján sé tilbúinn að ræða málin þá tek ég því samtali auðvitað opnum örmum. Það mun samt ekki hagga ákvörðun minni gagnvart næsta verkefni landsliðsins vegna þess að ég vil að öll athyglin í leikjunum okkar gegn Ísrael og Eistlandi sé á handboltanum, liðið á það skilið,“ segir Björgvin, en færsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Björgvin skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Færsla Björgvins kemur í kjölfar þess að Kristján Örn birti skilaboð sem hann fékk send frá markverðinum fyrir viðureign Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin birti svo sjálfur skjáskot af skilaboðasendingum þeirra á milli þar sem hann sýnir öll samskiptin þeirra á milli. Í færslunni sem Björgvin birtir í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig úr næsta landsliðsverkefni segir hann að ákvörðunin sé tekin til að auðvelda Handknattleikssambandinu það verkefni að velja á milli tveggja leikmanna. Hann segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin utan fjölmiðla. „Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum,“ segir Björgvin. „Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns.“ „Ég tel að það sé ekki góður staður að vera á þegar leikmenn ákveða að brjóta öll lögmál þess að vera liðsmaður og hvað þá landsliðsmaður og birta persónuleg skilaboð sem hugsuð eru til þess að hjálpa liðsfélaga í vanda. Það var í það minnsta tilgangur minn með þessum skilaboðum og svo geta menn haft sínar skoðanir á því öllu saman með því að skoða samskiptin sem hafa farið okkar á milli,“ segir Björgvin og bætir við að hann viðurkenni að hann hafi gengið of hart að Kristjáni í samskiptum sínum við hann. „Ég játa það fúslega að hafa verið of harðorður og hef ég reynt að biðjast afsökunar á því. Ég er þannig gerður að ég tala frekar við fólk en um fólk og set hlutina því frá mér umbúðalaust þegar ég er að tala eða skrifast á við fólk sem ég tel vini, samstarfsfélaga eða liðsfélaga, eins og í þessu máli. Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni.“ „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið).“ Björgvin segir einnig að hann sé tilbúinn að taka því opnum örmum að hitta Kristján og ræða málin, en það muni hins vegar ekki hagga ákvörðun hans um að draga sig úr landsliðshópnum. „Ef að svo ólíklega vill til að Kristján sé tilbúinn að ræða málin þá tek ég því samtali auðvitað opnum örmum. Það mun samt ekki hagga ákvörðun minni gagnvart næsta verkefni landsliðsins vegna þess að ég vil að öll athyglin í leikjunum okkar gegn Ísrael og Eistlandi sé á handboltanum, liðið á það skilið,“ segir Björgvin, en færsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00