Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 19:20 Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Steingrímur Dúi Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. „Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
„Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01