Gervigreindin, vélþýðingar og sá vandi sem íslenskir nytjaþýðendur standa frammi fyrir Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 2. apríl 2023 20:30 Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Gervigreind Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun