Fullkomnunarárátta Viktor Örn Margeirsson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun