Skoðun

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera dug­legri að harka af sér?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið.

Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október.

Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir.

Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða.

Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki.

Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins




Skoðun

Skoðun

Er veganismi á undan­haldi?

Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar

Skoðun

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Sjá meira


×