Lokunin augljóst merki um mismunun Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. apríl 2023 22:04 Jón Karl Ólafsson er formaður Fjölnis. Vísir Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. „Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum. Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum.
Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira