Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. apríl 2023 00:00 Heiða segir að neyslurými hafi sannað gildi sitt. Vísir/Sigurður Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði Fjallað var um lokun neyslurýmisins ylju í kvöldfréttum okkar í gær og var meðal annars rætt við Maríönnu Sigtryggsdóttir sem hefur miklar og þungar áhyggjur af stöðunni. Sé þjónustan ekki starfandi í einhvern tíma verði afleiðingarnar óábyrgari neysla, meiri líkur á ofskömmtun, fleiri sýkingar og að óhreinum búnaði sé ekki fargað með réttum hætti með tilheyrandi hættu fyrir almenning. Ekkert neyslurými er nú starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Formaður velferðarráðs segir stöðuna ekki góða. „Staðan akkúrat í dag er auðvitað ekki ákjósanleg þar sem það er ekki opið neyslurými í Reykjavík. Hins vegar höfum við haft opið neyslurými í heilt ár sem var ákveðið tilraunaverkefni sem við í velferðarráði Reykjavíkur sóttumst eftir og börðumst fyrir og fengum áheyrn frá heilbrigðisráðherra. Ég held að það neyslurými hafi sannað gildi sitt og mikilvægi.“ Tilbúin að gera allt Það gæti tekið langan tíma að finna fast húsnæði. „Mér finnst það mjög líklegt að við séum að horfa á mánuði frekar en vikur og ég held við þurfum að anda að okkur þá og bíða eftir því og sjá hvað aðilar gera. Ég heyri ekki annað en að heilbrigðisráðherra sé mjög áfram um að það opni hér neyslurými og sé að opna á ýmsa aðra þjónustu. Við erum tilbúin að gera allt sem við getum. Borgarfulltrúar í Reykjavík séu einhuga um þetta.“ Það sé þó ríkið sem beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu. „Ef við getum orðið til aðstoðar og hjálpar og orðið til þess að þetta opni hér þá erum við tilbúin til þess. Þetta er samt auðvitað ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.“ Fíkn Heilbrigðismál Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Fjallað var um lokun neyslurýmisins ylju í kvöldfréttum okkar í gær og var meðal annars rætt við Maríönnu Sigtryggsdóttir sem hefur miklar og þungar áhyggjur af stöðunni. Sé þjónustan ekki starfandi í einhvern tíma verði afleiðingarnar óábyrgari neysla, meiri líkur á ofskömmtun, fleiri sýkingar og að óhreinum búnaði sé ekki fargað með réttum hætti með tilheyrandi hættu fyrir almenning. Ekkert neyslurými er nú starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Formaður velferðarráðs segir stöðuna ekki góða. „Staðan akkúrat í dag er auðvitað ekki ákjósanleg þar sem það er ekki opið neyslurými í Reykjavík. Hins vegar höfum við haft opið neyslurými í heilt ár sem var ákveðið tilraunaverkefni sem við í velferðarráði Reykjavíkur sóttumst eftir og börðumst fyrir og fengum áheyrn frá heilbrigðisráðherra. Ég held að það neyslurými hafi sannað gildi sitt og mikilvægi.“ Tilbúin að gera allt Það gæti tekið langan tíma að finna fast húsnæði. „Mér finnst það mjög líklegt að við séum að horfa á mánuði frekar en vikur og ég held við þurfum að anda að okkur þá og bíða eftir því og sjá hvað aðilar gera. Ég heyri ekki annað en að heilbrigðisráðherra sé mjög áfram um að það opni hér neyslurými og sé að opna á ýmsa aðra þjónustu. Við erum tilbúin að gera allt sem við getum. Borgarfulltrúar í Reykjavík séu einhuga um þetta.“ Það sé þó ríkið sem beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu. „Ef við getum orðið til aðstoðar og hjálpar og orðið til þess að þetta opni hér þá erum við tilbúin til þess. Þetta er samt auðvitað ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.“
Fíkn Heilbrigðismál Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira