Langþráð úttekt á tryggingamarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 6. apríl 2023 08:00 Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Tryggingar Neytendur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar