Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 7. apríl 2023 16:16 Þetta hjólhýsi í Boðaþingi í Kópavogi varð illa úti í óveðrinu. vísir/dúi Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. „Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend
Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33