„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. apríl 2023 21:08 Ívar S. Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir ákvörðunina ekki vera tekna með pólitík eða muninn á viðskiptaumhverfi Evrópu og Bandaríkjanna í huga. Vísir/Steingrímur Dúi Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“ Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira