Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 13:04 Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á 60 ára afmælishátíð Menntaskólans að Laugarvatni 12. apríl 2013. Hér er hún með fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni. Í ár verður Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands sérstakur heiðursgestur á 70 ára afmæli skólans miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar. Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira