Martröð Dele Alli heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 13:30 Dele Alli hefur ekki heillað í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira