Liðskiptiaðgerðir og réttindi sjúklinga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. apríl 2023 14:01 Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar