Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2023 10:30 Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem er alsæl í sínu starfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira