Seinasti séns fyrir LeBron og félaga að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 22:30 LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Harry How/Getty Images Umspilið um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 þar sem átta lið berjast um fjögur laus sæti í úrslitakeppninni sjálfri. Tólf lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, en fyrir átta önnur er enn von. Sportrásir Stöðvar 2 verða að sjálfsögðu með puttann á púslinum og verða allir leikirnir í umspilinu sýndir í beinni útsendingu. Umspilið fer þannig fram að liðin sem enduðu í sjöunda og áttunda sæti hvorrar deildar fyrir sig mætast í undanúrslitum og í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast liðin í níunda og tíunda sæti. Sigurliðið úr viðureigninni milli sjöunda og áttunda sætis fer beint í úrslitakeppnina, en tapliðið mætir sigurliðinu úr viðureigninni milli níunda og tíunda sætis. Það er því til mikils að vinna í kvöld þegar liðin sem enduðu í sjöunda og áttunda sæti hvorrar deildar fyrir sig mætast í hreinum úrslitaleikjum um sæti í úrslitakeppninni. 8 teams, 1 goal. WIN TO GET IN.The #ATTPlayIn tips off TONIGHT on TNT.#8 Hawks at #7 Heat👀: 7:30pm/et on TNT #8 Timberwolves at #7 Lakers👀: 10pm/et on TNT pic.twitter.com/KXJJs2QUtz— NBA (@NBA) April 11, 2023 Miami Heat, sem endaði í sjöunda sæti Austurdeildarinnar, tekur á móti Atlanta Hawks, sem endaði í áttunda sæti, klukkan 23.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 02.00 færum við okkur svo yfir á vesturströndina þar sem Los Angeles Lakers, sem endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar, tekur á móti Minnesota Timberwolves, sem endaði í áttunda sæti. Eins og áður segir fá tapliðin úr viðureignum kvöldsins þó annað líf og mæta sigurliðunum úr viðureignum morgundagsins. Þar mætast Toronto Raptors og Chicago Bulls í umspili Austurdeildarinnar og New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder í umspili Vesturdeildarinnar. NBA Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Tólf lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, en fyrir átta önnur er enn von. Sportrásir Stöðvar 2 verða að sjálfsögðu með puttann á púslinum og verða allir leikirnir í umspilinu sýndir í beinni útsendingu. Umspilið fer þannig fram að liðin sem enduðu í sjöunda og áttunda sæti hvorrar deildar fyrir sig mætast í undanúrslitum og í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast liðin í níunda og tíunda sæti. Sigurliðið úr viðureigninni milli sjöunda og áttunda sætis fer beint í úrslitakeppnina, en tapliðið mætir sigurliðinu úr viðureigninni milli níunda og tíunda sætis. Það er því til mikils að vinna í kvöld þegar liðin sem enduðu í sjöunda og áttunda sæti hvorrar deildar fyrir sig mætast í hreinum úrslitaleikjum um sæti í úrslitakeppninni. 8 teams, 1 goal. WIN TO GET IN.The #ATTPlayIn tips off TONIGHT on TNT.#8 Hawks at #7 Heat👀: 7:30pm/et on TNT #8 Timberwolves at #7 Lakers👀: 10pm/et on TNT pic.twitter.com/KXJJs2QUtz— NBA (@NBA) April 11, 2023 Miami Heat, sem endaði í sjöunda sæti Austurdeildarinnar, tekur á móti Atlanta Hawks, sem endaði í áttunda sæti, klukkan 23.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 02.00 færum við okkur svo yfir á vesturströndina þar sem Los Angeles Lakers, sem endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar, tekur á móti Minnesota Timberwolves, sem endaði í áttunda sæti. Eins og áður segir fá tapliðin úr viðureignum kvöldsins þó annað líf og mæta sigurliðunum úr viðureignum morgundagsins. Þar mætast Toronto Raptors og Chicago Bulls í umspili Austurdeildarinnar og New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder í umspili Vesturdeildarinnar.
NBA Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira