LeBron leiddi Lakers spennuþrungna leið inn í úrslitakeppnina Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 07:31 LeBron James fagnar eftir körfu frá Dennis Schröder sem virtist hafa tryggt Lakers sigur í nótt en leikurinn fór þó í framlengingu. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigur Lakers var dramatískur og réðust úrslitin í framlengingu. Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld. NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld.
NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira