Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 09:00 Diar, dóttir DeMar DeRozan, vakti mikla athygli með öskrum sínum þegar leikmenn Toronto Raptors reyndu að setja niður vítaskot. Skjáskot/ESPN Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri. Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira