Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2023 11:57 Þótt vandinn sé mestur í Árborg um þessar mundir glíma fjölmörg sveitarféög við mikinn fjárhagsvanda, aðallega vegna kostnaðar sem Alþingi hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra án þess að tryggja þeim tekjur á móti. Vísir/Vilhelm Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. Fjöldi sveitarfélaga glímir við erfiðan fjárhag en Samband íslenskra sveitarfélaga sendi nýverið bréf til tuttugu og eins sveitarfélags sem ekki uppfylltu öll skilyrði laga um fjárhag þeirra. Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna hafa verið erfiða mjög lengi. Hrunið hafi komið illa við þau, síðan hafi covid faraldurinn komið og nú síðast mikil verðbólga og vaxtahækkanir. Stjórnvöld hafi ætlast til að sveitarfélögin færu í miklar fjárfestingar í faraldrinum. „Sum gerðu það og sitja dálítið uppi með svarta Pétur núna,“segir Sigurður Ármann. Þá hafi íbúum fjölgað mjög hratt í sumum sveitarfélögum sem kallað hafi á mikla innviðauppbyggingu. Sigurður Ármann Snævarr svkiðsstjóri hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Og við erum að sjá að hefðbundnir tekjustofnar sveitarfélaga duga alls engan veginn fyrir slíkri uppbyggingu. Það verða að koma til einhvers konar innviðauppbyggingargjöld,“segir Sigurður Ármann. Mjög skýrt dæmi megi finna í Mosfellsbæ sem tekið hafi upp slík gjöld og komist nokkuð klakklaust frá kostnaði við mikla uppbyggingu á meðan Árborg sitji í súpunni. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir slíku gjaldi í lögum þótt það hafi gengið í Mosfellsbæ. Stóri vandinn hjá mjög mörgum sveitarfélögum væri aftur á móti vanfjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hafi lagt á sveitarfélögin eftir að þau tóku yfir málefni fatlaðra árið 2011. „Þannig að við erum að sjá að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks séu 14 til 15 milljörðum umfram tekjur á árinu 2021. Samt sem áður eru margvíslegir þættir laganna, sem eru réttindalög, sem sveitarfélögin hafa alls ekki náð að uppfylla. Ef þau ætla að gera það hleypur það á milljörðum, jafnvel tugum milljarða á næstu árum,“ segir sviðsstjórinn. Sameiginlegur halli sveitarfélaganna árið 2021 væri nánast hinn sami og hallinn á málaflokknum. Það væri löngu tímabært að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna frá grunni. „Það hefur verið okkar skoðun. Að það sé brýnt að gera það," segir Sigurður Ármann Snævarr. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fjöldi sveitarfélaga glímir við erfiðan fjárhag en Samband íslenskra sveitarfélaga sendi nýverið bréf til tuttugu og eins sveitarfélags sem ekki uppfylltu öll skilyrði laga um fjárhag þeirra. Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna hafa verið erfiða mjög lengi. Hrunið hafi komið illa við þau, síðan hafi covid faraldurinn komið og nú síðast mikil verðbólga og vaxtahækkanir. Stjórnvöld hafi ætlast til að sveitarfélögin færu í miklar fjárfestingar í faraldrinum. „Sum gerðu það og sitja dálítið uppi með svarta Pétur núna,“segir Sigurður Ármann. Þá hafi íbúum fjölgað mjög hratt í sumum sveitarfélögum sem kallað hafi á mikla innviðauppbyggingu. Sigurður Ármann Snævarr svkiðsstjóri hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Og við erum að sjá að hefðbundnir tekjustofnar sveitarfélaga duga alls engan veginn fyrir slíkri uppbyggingu. Það verða að koma til einhvers konar innviðauppbyggingargjöld,“segir Sigurður Ármann. Mjög skýrt dæmi megi finna í Mosfellsbæ sem tekið hafi upp slík gjöld og komist nokkuð klakklaust frá kostnaði við mikla uppbyggingu á meðan Árborg sitji í súpunni. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir slíku gjaldi í lögum þótt það hafi gengið í Mosfellsbæ. Stóri vandinn hjá mjög mörgum sveitarfélögum væri aftur á móti vanfjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hafi lagt á sveitarfélögin eftir að þau tóku yfir málefni fatlaðra árið 2011. „Þannig að við erum að sjá að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks séu 14 til 15 milljörðum umfram tekjur á árinu 2021. Samt sem áður eru margvíslegir þættir laganna, sem eru réttindalög, sem sveitarfélögin hafa alls ekki náð að uppfylla. Ef þau ætla að gera það hleypur það á milljörðum, jafnvel tugum milljarða á næstu árum,“ segir sviðsstjórinn. Sameiginlegur halli sveitarfélaganna árið 2021 væri nánast hinn sami og hallinn á málaflokknum. Það væri löngu tímabært að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna frá grunni. „Það hefur verið okkar skoðun. Að það sé brýnt að gera það," segir Sigurður Ármann Snævarr.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44