Í athugasemd sérfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifuð er í nótt segir að rafleiðni í ánni sé ekki óvenju há en að búast má því að hún muni hækka.
Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi orðið miklar breytingar í nótt. Gildin séu áfram há.
„Rafleiðnin hefur hins vegar ekki hækkað en það gæti gerst seinna. Þetta er í raun ekki óvenjulegt og gerist öðru hverju. Þetta gæti verið merki um aukna jarðhitavirkni, en við munum áfram fylgjast með,“ segir Sigríður.
Vegna gasmengunarinnar er fólk á svæðinu beðið um að gæta varúðar nærri ánni og sérstaklega upptökum hennar.