Þekkir þú þitt fjárhagslega björgunarnet? Erna Guðmundsdóttir skrifar 14. apríl 2023 09:01 - Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
- Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun