Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. apríl 2023 11:31 Leikkonan Jennifer Coolidge var valin ein af hundrað áhrifamestu manneskjum heims af tímaritinu Time. getty/Frazer Harrison Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00