Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur leiða í einvíginu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. apríl 2023 19:30 Afturelding fagnar að leik loknum. Vísir/Diego Afturelding er komin í 1-0 í einvígi sínu gegn Fram í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur í framlengdum leik. Lokatölur 30-33 en staðan var 27-27 eftir venjulegan leiktíma. Afturelding hóf leikinn mun betur í dag og voru komnir í fjögurra marka forystu eftir níu mínútna leik. Staðan 2-6 og Framarar í vandræðum með að komast í gegnum vörn Mosfellinga. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé og tóku hans menn vel í leiðsögn hans þar sem liðið jafnaði leikinn skömmu seinna, 6-6. Á 18. mínútu varð lið Aftureldingar fyrir áfalli. Blær Hinriksson, leikstjórnandi Aftureldingar, lenti þá hræðilega á ökklanum eftir að hafa stokkið upp og skorað. Blær tók ekki meiri þátt og fór úr Úlfarsárdalnum með sjúkrabíl. Hræðilegar fréttir fyrir Blæ Hinriksson og Aftureldingu. Blær hefur yfirgefið Úlfarsárdalinn með . Batakveðjur. Vonandi að þetta sé ekki eins slæmt og myndin gefur til kynna. #Handkastið pic.twitter.com/SV7VrhEkIs— Arnar Daði (@arnardadi) April 16, 2023 Við þetta atvik stirðnaði sóknarleikur Aftureldingar. Mosfellingar héldu sér þó alltaf skrefinu á undan Frömurum það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan í hálfleik 12-13 fyrir Aftureldingu. Framarar hófu síðari hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks. Afturelding svaraði með því að skora næstu fimm mörk, staðan 16-18. Sveiflaðist forystan í leiknum það sem eftir lifði venjulegs leiktíma eftir það en aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Báðir þjálfarar tóku leikhlé á lokamínútu venjulegs leiktíma í þeirri von um að skora sigurmark. Það tókst hins vegar ekki og því ekkert annað en framlenging sem beið. Það var jafnt eftir 60 mínútur.Vísir/Diego Í framlengingunni stjórnaði Afturelding algjörlega ferðinni og skoruðu þeir fyrstu tvö mörk framlengingarinnar. Fram náði aldrei að jafna leikinn aftur og Afturelding fór á endanum með þriggja marka sigur af hólmi. Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar náðu að stilla sóknarleikinn sinn af í seinni hálfleik venjulegs leiktíma eftir að hafa misst Blæ Hinriksson út úr leiknum. Afturelding náði að halda þeim takti áfram inn í framlenginguna á meðan lítið gekk upp hjá Fram í henni. Því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Vignir Sigurjónsson, markvörður Aftureldingar, kom inn í leikinn undir lok síðari hálfleiks og varði fjóra mikilvæga bolta og endaði með 40 prósent markvörslu. Birkir Benediktsson, skytta Aftureldingar, var einnig drjúgur fyrir sína menn. Hann steig upp hjá sínum mönnum eftir að Blær Hinriksson meiddist og endaði með sjö mörk. Birkir Benediktsson var öflugur í liði Aftureldingar.Vísir/Diego Besti leikmaður Fram í dag var Breki Hrafn Árnason, markvörður. Hann varði 15 skot og endaði með rúmlega 32 prósent markvörslu. Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram í framlengingunni gekk afar illa en liðið náði aðeins að skora þrjú mörk og náðu ekki nema fjórum skotum á markið í allri framlengingunni. Hvað gerist næst? Leikur tvö í þessu einvígi fer fram á miðvikudaginn klukkan 19:30 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem Afturelding getur tryggt sig inn í undanúrslita einvígið. Þetta var púsluspil Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Ótrúleg liðsheild hjá okkur og karakter. Ótrúlega ánægður með drengina hvernig þeir börðust í 70 mínútur og mikið mótlæti í leiknum og annað. Eigum við ekki bara að segja að það var frábær varnarleikur í 70 mínútur sem að skóp þennan sigur. Auðvitað hefði ég viljað klára þetta í lokasókninni [í venjulegum leiktíma] en engu að síður kláruðum við þetta í framlengingunni,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur sinna manna á Fram. Gunnar þurfti að vera vel vakandi á bekknum til að bregðast við hinum ýmsu áföllum sem urðu í leiknum. „Við missum Blæ í meiðsli, það er mótlæti. Einar Ingi er kominn með tvisvar tvær mínútur tiltölulega snemma og möguleikunum fækkaði því alltaf. Þetta var púsluspil hjá okkur en ánægður með að strákarnir stigu upp og tóku ábyrgð, bara hrikalega flottur sigur í dag.“ Gunnar Magnússon segir sína menn hafa misst dampinn örlítið eftir að hafa misst Blæ Hinriksson út úr leiknum, sem endaði upp á sjúkrahúsi. „En svo stigum við upp og sýndum það að við erum með frábæra liðsheild. Blær fór bara með sjúkrabíl upp á slysamóttöku og það lítur ekki vel út, verð bara að játa það. En við skulum bara leyfa allavegana óvissuna en halda samt í vonina en þetta leit ekki vel út og hann er bara upp á spítala í myndatöku núna. Menn óttast brot í ökkla, en við skulum bíða rólegir og anda aðeins.“ Þorsteinn Leó Gunnarsson í leik kvöldsins.Vísir/Diego Afturelding þarf aðeins að stokka spilunum hjá sér upp á nýtt fyrir leik tvö eftir að hafa misst sinn aðal leikstjórnanda í meiðsli. „Það er bara einn sigur og ekkert unnið enn þá. Þetta eru bara tvö hrikalega jöfn lið og við þurfum að ná góðri endurheimt. Við þurfum aðeins að breyta leikplaninu. Blær búinn að vera heilinn í okkar sóknarleik þannig að við þurfum aðeins að nýta tímann í að slípa það aðeins betur til og koma með betri svör á miðvikudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Olís-deild karla Fram Afturelding
Afturelding er komin í 1-0 í einvígi sínu gegn Fram í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur í framlengdum leik. Lokatölur 30-33 en staðan var 27-27 eftir venjulegan leiktíma. Afturelding hóf leikinn mun betur í dag og voru komnir í fjögurra marka forystu eftir níu mínútna leik. Staðan 2-6 og Framarar í vandræðum með að komast í gegnum vörn Mosfellinga. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé og tóku hans menn vel í leiðsögn hans þar sem liðið jafnaði leikinn skömmu seinna, 6-6. Á 18. mínútu varð lið Aftureldingar fyrir áfalli. Blær Hinriksson, leikstjórnandi Aftureldingar, lenti þá hræðilega á ökklanum eftir að hafa stokkið upp og skorað. Blær tók ekki meiri þátt og fór úr Úlfarsárdalnum með sjúkrabíl. Hræðilegar fréttir fyrir Blæ Hinriksson og Aftureldingu. Blær hefur yfirgefið Úlfarsárdalinn með . Batakveðjur. Vonandi að þetta sé ekki eins slæmt og myndin gefur til kynna. #Handkastið pic.twitter.com/SV7VrhEkIs— Arnar Daði (@arnardadi) April 16, 2023 Við þetta atvik stirðnaði sóknarleikur Aftureldingar. Mosfellingar héldu sér þó alltaf skrefinu á undan Frömurum það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan í hálfleik 12-13 fyrir Aftureldingu. Framarar hófu síðari hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks. Afturelding svaraði með því að skora næstu fimm mörk, staðan 16-18. Sveiflaðist forystan í leiknum það sem eftir lifði venjulegs leiktíma eftir það en aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Báðir þjálfarar tóku leikhlé á lokamínútu venjulegs leiktíma í þeirri von um að skora sigurmark. Það tókst hins vegar ekki og því ekkert annað en framlenging sem beið. Það var jafnt eftir 60 mínútur.Vísir/Diego Í framlengingunni stjórnaði Afturelding algjörlega ferðinni og skoruðu þeir fyrstu tvö mörk framlengingarinnar. Fram náði aldrei að jafna leikinn aftur og Afturelding fór á endanum með þriggja marka sigur af hólmi. Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar náðu að stilla sóknarleikinn sinn af í seinni hálfleik venjulegs leiktíma eftir að hafa misst Blæ Hinriksson út úr leiknum. Afturelding náði að halda þeim takti áfram inn í framlenginguna á meðan lítið gekk upp hjá Fram í henni. Því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Vignir Sigurjónsson, markvörður Aftureldingar, kom inn í leikinn undir lok síðari hálfleiks og varði fjóra mikilvæga bolta og endaði með 40 prósent markvörslu. Birkir Benediktsson, skytta Aftureldingar, var einnig drjúgur fyrir sína menn. Hann steig upp hjá sínum mönnum eftir að Blær Hinriksson meiddist og endaði með sjö mörk. Birkir Benediktsson var öflugur í liði Aftureldingar.Vísir/Diego Besti leikmaður Fram í dag var Breki Hrafn Árnason, markvörður. Hann varði 15 skot og endaði með rúmlega 32 prósent markvörslu. Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram í framlengingunni gekk afar illa en liðið náði aðeins að skora þrjú mörk og náðu ekki nema fjórum skotum á markið í allri framlengingunni. Hvað gerist næst? Leikur tvö í þessu einvígi fer fram á miðvikudaginn klukkan 19:30 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem Afturelding getur tryggt sig inn í undanúrslita einvígið. Þetta var púsluspil Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Ótrúleg liðsheild hjá okkur og karakter. Ótrúlega ánægður með drengina hvernig þeir börðust í 70 mínútur og mikið mótlæti í leiknum og annað. Eigum við ekki bara að segja að það var frábær varnarleikur í 70 mínútur sem að skóp þennan sigur. Auðvitað hefði ég viljað klára þetta í lokasókninni [í venjulegum leiktíma] en engu að síður kláruðum við þetta í framlengingunni,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur sinna manna á Fram. Gunnar þurfti að vera vel vakandi á bekknum til að bregðast við hinum ýmsu áföllum sem urðu í leiknum. „Við missum Blæ í meiðsli, það er mótlæti. Einar Ingi er kominn með tvisvar tvær mínútur tiltölulega snemma og möguleikunum fækkaði því alltaf. Þetta var púsluspil hjá okkur en ánægður með að strákarnir stigu upp og tóku ábyrgð, bara hrikalega flottur sigur í dag.“ Gunnar Magnússon segir sína menn hafa misst dampinn örlítið eftir að hafa misst Blæ Hinriksson út úr leiknum, sem endaði upp á sjúkrahúsi. „En svo stigum við upp og sýndum það að við erum með frábæra liðsheild. Blær fór bara með sjúkrabíl upp á slysamóttöku og það lítur ekki vel út, verð bara að játa það. En við skulum bara leyfa allavegana óvissuna en halda samt í vonina en þetta leit ekki vel út og hann er bara upp á spítala í myndatöku núna. Menn óttast brot í ökkla, en við skulum bíða rólegir og anda aðeins.“ Þorsteinn Leó Gunnarsson í leik kvöldsins.Vísir/Diego Afturelding þarf aðeins að stokka spilunum hjá sér upp á nýtt fyrir leik tvö eftir að hafa misst sinn aðal leikstjórnanda í meiðsli. „Það er bara einn sigur og ekkert unnið enn þá. Þetta eru bara tvö hrikalega jöfn lið og við þurfum að ná góðri endurheimt. Við þurfum aðeins að breyta leikplaninu. Blær búinn að vera heilinn í okkar sóknarleik þannig að við þurfum aðeins að nýta tímann í að slípa það aðeins betur til og koma með betri svör á miðvikudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti