Verður Messi kynntur til leiks hjá Barcelona innan skamms? Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 07:01 Lionel Messi gæti verið á leið til Barcelona á nýjan leik. Vísir/Getty Virtur spænskur íþróttablaðamaður segir að markaðsdeild knattspyrnuliðsins Barcelona sé þegar byrjuð að vinna í tilkynningu um komu Lionel Messi til liðsins en samningur hans við PSG rennur út í sumar. Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr. Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr.
Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01