Real marði sigur á Cádiz | PSG vann toppslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2023 23:00 Óvæntur Nacho braut ísinn fyrir Real. Fran Santiago/Getty Images Real Madríd vann 2-0 útisigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mörkin tvö komu undir lok leiks. Þá vann París Saint-Germain toppslaginn í Frakklandi á meðan toppliðin á Ítalíu misstigu sig. Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira