Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 15. apríl 2023 22:02 Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða. Vísir/Egill Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00