Tap hjá Golden State í fyrsta leik úrslitakeppninnar Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 09:30 Steph Curry ósáttur með dóm gegn Sacramento Kings í nótt og fær að heyra það frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Vísir/Getty Meistarar Golden State Warriors töpuðu gegn nágrönnum sínum í Sacramento Kings þegar liðin mættust í fyrsta leik einvígis liðanna í Vesturdeildinni í nótt. Boston Celtics og Philadelphia 76´ers unnu þægilega sigra. Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig. NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig.
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira