Einar Jónsson: Ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik Þorsteinn HJálmsson skrifar 16. apríl 2023 18:55 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Framarar eru lentir undir, 1-0, í einvígi sínu gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir framlengdan leik liðanna í Úlfarsárdal í kvöld þar sem lokatölur voru 30-33 Aftureldingu í vil. Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00