Skoðun

Halda skalt þú andanum... og kjafti

Óskar Guðmundsson skrifar

Hvað myndi almennur vinnumarkaður segja ef formenn ríkis, stéttarfélaga og ASÍ myndu ná „samkomulagi” um að fresta öllum frekari samningum og kjarabótum til 1. janúar 2025?

Óhugsandi, ekki satt?

Nei.

Þetta er veruleiki öryrkja í bið eftir nýju tryggingakerfi.

Einum mánuði áður en nýtt kerfi skyldi í kynningu var því frestað um 1 ár sökum verðbólgu.... Ætli þingmenn og opinber stjórnsýsla bíði ekki örugglega líka?

Veikbyggð er og sú nýja lausn sem ekki ræður við algengustu breytu íslenska hagkerfisins.

Hættum að hugsa bótakerfi og hugsum framfærslukerfi.

Lágmarks framfærslu sem stendur undir lágmarks lífeyri þegar fram í sækir.

427.700 krónur á mánuði m.v. 2023.

Hömlunum fólks verði mætt í öðru kerfi samfélagslegrar jöfnunar hvar unnið væri á grunni varasjóðs VR.

Höfundur er varamaður í stjórn ÖBÍ.




Skoðun

Sjá meira


×