Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar 17. desember 2025 09:33 Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk úr verndarflokki er pólitísk ákvörðun sem gengur gegn öllu því sem rammaáætlun stendur fyrir: faglegu, óháðu og lýðræðislegu ferli um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. Þegar virkjunarkostur sem var metinn með hæsta verndargildi allra kosta er tekinn úr verndarflokki án efnislegra raka, er ekki lengur verið að starfa á grundvelli sérfræðiþekkingar, heldur pólitískra sjónarmiða sem eiga ekki samleið með því samráðs- og fagferli sem rammaáætlun byggir á og þjóna hagsmunum örfárra í stað almennings í landinu. Vatnasvæði Hamarsvirkjunar á upptök sín á einu síðasta heila víðernissvæði Austurhálendis. Þar hafa sérfræðistofnanir ríkisins - Náttúrufræðistofnun, faghópar rammaáætlunar og fjölmargir fræðimenn - bent á mjög hátt verndargildi landslags, lífríkis, hreindýrabúsvæða og vatnafars. Þetta eru ekki tilfinningarök. Þetta eru staðreyndir. Það er líka staðreynd að engin skýr og trúverðug orkuþörf hefur verið lögð fram sem réttlætir röskun á svona dýrmætu svæði. Vandinn á Austurlandi er flutningskerfið - ekki raforkuframleiðsla. Hamarsvirkjun bætir engu við öryggi netsins; hún getur jafnvel aukið truflanir. Þrátt fyrir þetta er gripið til sömu tuggunnar um „orkuskort“ til að hygla sérhagsmunum, en auðvitað ætti í þessu samhengi að taka fram að hvergi er framleidd jafnmikil orka á hvern íbúa eins og á Austurlandi. Á sama tíma blasir við sú staðreynd að Arctic Hydro, einkafyrirtækið sem vill virkja, er með skuldir upp á 8,5 milljarða króna og tapaði 453 milljónum króna á síðasta ári, en árið þar á undan tapaði félagið 289 milljónum. Qair Iceland, sem er í eigu Qair International, erlends félags, fer með 91,3% hlut í Arctic Hydro. Það er umhugsunarefni þegar ráðherra virðist tilbúinn til að fórna ríkisjörðum, friðlýstum verðmætum og víðernum í þágu slíks einkafélags sem er einungis bundið hagsmunum sinnar eigin starfsemi, en ekki langtímahagsmunum samfélagsins.Í þessu sést greinilega að samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis nær engri átt. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfisráðherra Íslands og Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, sammæltust um, á sínum tíma, þegar verið var að stofna umhverfisráðuneytið að sami maðurinn mætti aldrei vera iðnaðar- og orkumálaráðherra og umhverfisráðherra og gengu enn lengra og töldu best að þessir tveir ráðherrar væru ekki í sama stjórnmálaflokki, samkvæmt Júlíusi. Samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumála er eins og að setja refinn yfir hænsnakofann; hagsmunir verndar og nýtingar fara einfaldlega ekki saman. Í grundvallaratriðum snýst þetta um það hvort framtíð íslenskra víðerna eigi að ráðast af óháðri sérfræðiþekkingu og lýðræðislegu ferli eða af þrýstingi þeirra sem hafa stórkostlegan fjárhagslegan ávinning af framkvæmdum sem þessum og einungis eigin hagsmuna að gæta? Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk eykur ekki orkuöryggi á Austurlandi eða varfærni í orkuframleiðslu. Það er ekki ábyrg ákvarðanataka. Það er afsal á þjóðareign sem faglegt ferli ætti að vernda, en verndargildi víðerna er látið víkja fyrir hagsmunum einkaaðila. Nú þarf kjark til að bregðast við þessari vendingu orkumálaráðherra.Kjark til að draga skýr mörk.Kjark til að verja víðerni sem verða ekki endurheimt.Nú þarf kjark til að segja nei.Nei við skammtímagróða.Nei við pólitískri handstýringu á rammaáætlun. Og já - já við náttúrunni, lýðræðinu og sameiginlegum framtíðarhagsmunum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á vernd íslenskrar náttúru að skrá sig í NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og/eða Landvernd og leggja baráttunni lið. Refinn burt úr hænsnakofanum! Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Múlaþing Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk úr verndarflokki er pólitísk ákvörðun sem gengur gegn öllu því sem rammaáætlun stendur fyrir: faglegu, óháðu og lýðræðislegu ferli um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. Þegar virkjunarkostur sem var metinn með hæsta verndargildi allra kosta er tekinn úr verndarflokki án efnislegra raka, er ekki lengur verið að starfa á grundvelli sérfræðiþekkingar, heldur pólitískra sjónarmiða sem eiga ekki samleið með því samráðs- og fagferli sem rammaáætlun byggir á og þjóna hagsmunum örfárra í stað almennings í landinu. Vatnasvæði Hamarsvirkjunar á upptök sín á einu síðasta heila víðernissvæði Austurhálendis. Þar hafa sérfræðistofnanir ríkisins - Náttúrufræðistofnun, faghópar rammaáætlunar og fjölmargir fræðimenn - bent á mjög hátt verndargildi landslags, lífríkis, hreindýrabúsvæða og vatnafars. Þetta eru ekki tilfinningarök. Þetta eru staðreyndir. Það er líka staðreynd að engin skýr og trúverðug orkuþörf hefur verið lögð fram sem réttlætir röskun á svona dýrmætu svæði. Vandinn á Austurlandi er flutningskerfið - ekki raforkuframleiðsla. Hamarsvirkjun bætir engu við öryggi netsins; hún getur jafnvel aukið truflanir. Þrátt fyrir þetta er gripið til sömu tuggunnar um „orkuskort“ til að hygla sérhagsmunum, en auðvitað ætti í þessu samhengi að taka fram að hvergi er framleidd jafnmikil orka á hvern íbúa eins og á Austurlandi. Á sama tíma blasir við sú staðreynd að Arctic Hydro, einkafyrirtækið sem vill virkja, er með skuldir upp á 8,5 milljarða króna og tapaði 453 milljónum króna á síðasta ári, en árið þar á undan tapaði félagið 289 milljónum. Qair Iceland, sem er í eigu Qair International, erlends félags, fer með 91,3% hlut í Arctic Hydro. Það er umhugsunarefni þegar ráðherra virðist tilbúinn til að fórna ríkisjörðum, friðlýstum verðmætum og víðernum í þágu slíks einkafélags sem er einungis bundið hagsmunum sinnar eigin starfsemi, en ekki langtímahagsmunum samfélagsins.Í þessu sést greinilega að samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis nær engri átt. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfisráðherra Íslands og Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, sammæltust um, á sínum tíma, þegar verið var að stofna umhverfisráðuneytið að sami maðurinn mætti aldrei vera iðnaðar- og orkumálaráðherra og umhverfisráðherra og gengu enn lengra og töldu best að þessir tveir ráðherrar væru ekki í sama stjórnmálaflokki, samkvæmt Júlíusi. Samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumála er eins og að setja refinn yfir hænsnakofann; hagsmunir verndar og nýtingar fara einfaldlega ekki saman. Í grundvallaratriðum snýst þetta um það hvort framtíð íslenskra víðerna eigi að ráðast af óháðri sérfræðiþekkingu og lýðræðislegu ferli eða af þrýstingi þeirra sem hafa stórkostlegan fjárhagslegan ávinning af framkvæmdum sem þessum og einungis eigin hagsmuna að gæta? Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk eykur ekki orkuöryggi á Austurlandi eða varfærni í orkuframleiðslu. Það er ekki ábyrg ákvarðanataka. Það er afsal á þjóðareign sem faglegt ferli ætti að vernda, en verndargildi víðerna er látið víkja fyrir hagsmunum einkaaðila. Nú þarf kjark til að bregðast við þessari vendingu orkumálaráðherra.Kjark til að draga skýr mörk.Kjark til að verja víðerni sem verða ekki endurheimt.Nú þarf kjark til að segja nei.Nei við skammtímagróða.Nei við pólitískri handstýringu á rammaáætlun. Og já - já við náttúrunni, lýðræðinu og sameiginlegum framtíðarhagsmunum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á vernd íslenskrar náttúru að skrá sig í NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og/eða Landvernd og leggja baráttunni lið. Refinn burt úr hænsnakofanum! Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun