Ekki enn tapað þegar Casemiro, Fernandes og Eriksen byrja allir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Á mynd vantar Casemiro. Lewis Storey/Getty Images Manchester United hefur ekki enn tapað leik þegar Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen spila saman. Alls hefur þríeykið spilað 17 leiki saman á leiktíðinni, 15 hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira