Ekki enn tapað þegar Casemiro, Fernandes og Eriksen byrja allir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Á mynd vantar Casemiro. Lewis Storey/Getty Images Manchester United hefur ekki enn tapað leik þegar Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen spila saman. Alls hefur þríeykið spilað 17 leiki saman á leiktíðinni, 15 hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira
Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira