Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2023 13:35 Trausti Breiðfjörð Magnússon Aðsend Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Eftir kaup franska fyrirtækisins Ardían á Mílu hf. af símanum óskaði stjórn Ljósleiðarans þann 24. október eftir því að eigendur staðfesti samþykkt stjórnar og hluthafafundar um hlutfjáraukningu til að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði. Borgarráð skipaði um það sérstakan rýnihóp sem var falið að vinna umsögn fyrir ráðið um tillögu stjórnar Ljósleiðarans sem var kynnt á dögunum. Niðurstaða rýnihópsins er að aukið hlutafé sé bæði óhjákvæmilegt og æskilegt við núverandi aðstæður á markaði. Hópurinn leggur til að Orkuveita Reykjavíkur, sem eigandi Ljósleiðarans ehf, fái heimilt til að auka hlutafé Ljósleiðarans um allt að ellefu milljarða króna með útboði hlutafjár. Trausta Breiðfjörð Magnússyni, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, hugnast ekki þessi leiðangur. „Okkur finnst að Ljósleiðarinn eigi að vera í eigu almennings. Þetta eru grunninnviðir sem tryggja það að við höfum aðgang að interneti og eins og við höfum sagt þá þurfum við internetið til að gera nánast allt í daglegu lífi; skrá okkur inn á heimabankann, rafræn skilríki og að komast í samband við umheiminn og þannig mætti lengi telja. Það er mikil fákeppni á þessum markaði. Það er eitt annað fyrirtæki sem er þarna inni annar en Ljósleiðarinn og ef við förum að einkavæða Ljósleiðarann þá erum við að bjóða hættunni heim.“ Í bókun Pírata við málið segir að hlutafjárútboð sé sú leið sem best tryggi framtíð Ljósleiðarans og hlutverki hans. Hvorki komi til greina að selja Ljósleiðarann í heild, né að missa meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Trausti telur að þetta skref opni á allsherjar einkavæðingu á fjarskiptainnviðum. „Þau segja það í umsögninni, meirihlutinn, að þau muni skoða það, ef til þess kemur að það verði önnur einkavæðing þá gæti Orkuveitan mögulega veitt þeim hlutafé en fyrst þau gerðu það ekki núna þá efast ég um að þau ætli að gera það næst. Miðað við fyrirætlanir þeirra þá gæti það alveg verið að þau hyggi á enn frekari einkavæðingu á næstu árum,“ segir Trausti. Hann segir Sósíalista í borginni ætla að láta í sér heyra. „Við viljum að Orkuveita Reykjavíkur veiti hlutafé. Við erum með fordæmi í dómi Hæstaréttar að Orkuveitunni sé heimilt að gera það. Við viljum líka beina því til ríkisvaldsins og löggjafans að fá undanþágu frá EES tilskipunum sem kveða á um að fjarskiptainnviðir verði að vera á svokölluðum samkeppnismarkaði. Það eru séríslenskar aðstæður. Hér eru fáir íbúar og þetta er lítið land. Svona innviðir ættu bara að vera í eigu almennings en ekki þannig gerður að það sé búin til einhver fölsuð samkeppni sem er í rauninni bara fákeppni og einokun.“ Hér er hægt að lesa nánast um umsögn rýnihóps borgarráðs um erindi Ljósleiðarans. Hér er hægt að lesa nánar um bókanir nokkurra flokka við málið. Borgarstjórn Reykjavík Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Tengdar fréttir Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár. 7. mars 2023 12:56 Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn. 19. september 2022 10:53 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Eftir kaup franska fyrirtækisins Ardían á Mílu hf. af símanum óskaði stjórn Ljósleiðarans þann 24. október eftir því að eigendur staðfesti samþykkt stjórnar og hluthafafundar um hlutfjáraukningu til að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði. Borgarráð skipaði um það sérstakan rýnihóp sem var falið að vinna umsögn fyrir ráðið um tillögu stjórnar Ljósleiðarans sem var kynnt á dögunum. Niðurstaða rýnihópsins er að aukið hlutafé sé bæði óhjákvæmilegt og æskilegt við núverandi aðstæður á markaði. Hópurinn leggur til að Orkuveita Reykjavíkur, sem eigandi Ljósleiðarans ehf, fái heimilt til að auka hlutafé Ljósleiðarans um allt að ellefu milljarða króna með útboði hlutafjár. Trausta Breiðfjörð Magnússyni, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, hugnast ekki þessi leiðangur. „Okkur finnst að Ljósleiðarinn eigi að vera í eigu almennings. Þetta eru grunninnviðir sem tryggja það að við höfum aðgang að interneti og eins og við höfum sagt þá þurfum við internetið til að gera nánast allt í daglegu lífi; skrá okkur inn á heimabankann, rafræn skilríki og að komast í samband við umheiminn og þannig mætti lengi telja. Það er mikil fákeppni á þessum markaði. Það er eitt annað fyrirtæki sem er þarna inni annar en Ljósleiðarinn og ef við förum að einkavæða Ljósleiðarann þá erum við að bjóða hættunni heim.“ Í bókun Pírata við málið segir að hlutafjárútboð sé sú leið sem best tryggi framtíð Ljósleiðarans og hlutverki hans. Hvorki komi til greina að selja Ljósleiðarann í heild, né að missa meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Trausti telur að þetta skref opni á allsherjar einkavæðingu á fjarskiptainnviðum. „Þau segja það í umsögninni, meirihlutinn, að þau muni skoða það, ef til þess kemur að það verði önnur einkavæðing þá gæti Orkuveitan mögulega veitt þeim hlutafé en fyrst þau gerðu það ekki núna þá efast ég um að þau ætli að gera það næst. Miðað við fyrirætlanir þeirra þá gæti það alveg verið að þau hyggi á enn frekari einkavæðingu á næstu árum,“ segir Trausti. Hann segir Sósíalista í borginni ætla að láta í sér heyra. „Við viljum að Orkuveita Reykjavíkur veiti hlutafé. Við erum með fordæmi í dómi Hæstaréttar að Orkuveitunni sé heimilt að gera það. Við viljum líka beina því til ríkisvaldsins og löggjafans að fá undanþágu frá EES tilskipunum sem kveða á um að fjarskiptainnviðir verði að vera á svokölluðum samkeppnismarkaði. Það eru séríslenskar aðstæður. Hér eru fáir íbúar og þetta er lítið land. Svona innviðir ættu bara að vera í eigu almennings en ekki þannig gerður að það sé búin til einhver fölsuð samkeppni sem er í rauninni bara fákeppni og einokun.“ Hér er hægt að lesa nánast um umsögn rýnihóps borgarráðs um erindi Ljósleiðarans. Hér er hægt að lesa nánar um bókanir nokkurra flokka við málið.
Borgarstjórn Reykjavík Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Tengdar fréttir Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár. 7. mars 2023 12:56 Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn. 19. september 2022 10:53 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár. 7. mars 2023 12:56
Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15
Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10
Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn. 19. september 2022 10:53