Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2023 14:03 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið afar gagnrýnin á fjármálaáætlun og biður Bjarna Benediktsson um að hlusta á gagnrýniraddir. Vísir/Arnar/Vilhelm Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira