Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 23:23 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. „Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira