Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2023 08:00 Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru á meðal þeirra sem Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur rætt við í leitinni að nýjum landsliðsþjálfara. Carsten Harz/Jónína/Hulda Margrét Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. Á meðal kosta sem að nú virðast ekki lengur í boði er að félagarnir Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson stýri landsliðinu í sameiningu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þeir báðir opnir fyrir þeim möguleika. Dagur er núverandi þjálfari Japans en hefur áður meðal annars gert Þýskaland að Evrópumeistara og unnið brons á Ólympíuleikum, og Snorri hefur náð afar eftirtektarverðum árangri með Íslandsmeistara Vals á síðustu misserum. Báðir eru þeir fyrrverandi leikstjórnendur íslenska landsliðsins. Dagur og Snorri voru í hópi þriggja þjálfara sem stjórn HSÍ byrjaði á að ræða óformlega við fyrir fimm vikum, með það í huga að ráða nýjan landsliðsþjálfara. Þær viðræður, sem ekkert framhald hefur orðið á, voru þó ekki á þeim forsendum að þeir myndu stýra liðinu saman og funduðu þeir í sitt hvoru lagi með forsvarsmönnum HSÍ. Tíminn runninn út varðandi Apelgren og Dag Þriðji kandídatinn sem HSÍ ræddi við á þessum tíma, rétt eftir leikina við Tékkland í byrjun mars, var Svíinn Michael Apelgren. Hann hafði mikinn áhuga á starfinu en ljóst var frá byrjun að Apelgren hefði aðeins tíma til 31. mars til að semja við HSÍ, þar sem klásúla í samningi hans við sænska félagið Sävehof leyfði það. Sá tími rann út og því kemur þessi 38 ára aðstoðarlandsliðsþjálfari Svíþjóðar ekki lengur til greina. Í viðtali við Vísi í gær gagnrýndi Dagur formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi, og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. Eftir því sem Vísir kemst næst þá er enn möguleiki á að Snorri taki við landsliðinu en eftir því sem vikurnar líða er það þó ólíklegra. Snorri er samningsbundinn Val og spurning hve lengi núverandi vinnuveitendur hans eru tilbúnir að bíða áður en þeir myndu lenda í vandræðum með að finna hans arftaka og tímahraki við að mynda leikmannahóp þess þjálfara. Berge verið nefndur til sögunnar Það gustaði af Guðmundi Guðmundssyni eftir vonbrigðin sem landsliðið olli á heimsmeistaramótinu í janúar og ýmsir kölluðu eftir því að nýr landsliðsþjálfari yrði ráðinn í hans stað. Vikurnar liðu og Guðmundur virtist halda starfinu eða þar til að 21. febrúar barst óvænt fréttatilkynning frá HSÍ um „samkomulag“ beggja aðila um að Guðmundur léti af störfum. Aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, voru fengnir til að stýra liðinu tímabundið og virðist ætla að takast það ætlunarverk að enda með Ísland á toppi síns riðils í undankeppni EM en þeirri undankeppni lýkur með leikjum við Ísrael og Eistland í lok þessa mánaðar. Þrátt fyrir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að Guðmundur lét af störfum virðist hins vegar enn alls kostar óvíst hver varanlegur arftaki hans verður. Óstaðfestur orðrómur er um að Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hafi mestan áhuga á að ráða Christian Berge, fyrrverandi landsliðsþjálfara Noregs. Berge tók hins vegar við spennandi verkefni sem þjálfari nýríka, norska félagsliðsins Kolstad í fyrra og óvíst hve raunhæfur sá kostur er. Formaðurinn svaraði ekki Kristján Andrésson hefur einnig verið orðaður við starfið en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann ekkert heyrt frá HSÍ og virðist ekki koma til greina þar. Kristján hefur þó áhuga á starfinu, eins og reyndar flestir virðast hafa enda Ísland með sterkan leikmannahóp sem vonir standa til að geti jafnvel barist um verðlaun á stórmótum á komandi árum. Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, svaraði ekki símtölum né skilaboðum frá Vísi í gær. Framkvæmdastjóri sambandsins, Róbert Geir Gíslason, vildi ekki tjá sig og vísaði á Guðmund. Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Á meðal kosta sem að nú virðast ekki lengur í boði er að félagarnir Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson stýri landsliðinu í sameiningu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þeir báðir opnir fyrir þeim möguleika. Dagur er núverandi þjálfari Japans en hefur áður meðal annars gert Þýskaland að Evrópumeistara og unnið brons á Ólympíuleikum, og Snorri hefur náð afar eftirtektarverðum árangri með Íslandsmeistara Vals á síðustu misserum. Báðir eru þeir fyrrverandi leikstjórnendur íslenska landsliðsins. Dagur og Snorri voru í hópi þriggja þjálfara sem stjórn HSÍ byrjaði á að ræða óformlega við fyrir fimm vikum, með það í huga að ráða nýjan landsliðsþjálfara. Þær viðræður, sem ekkert framhald hefur orðið á, voru þó ekki á þeim forsendum að þeir myndu stýra liðinu saman og funduðu þeir í sitt hvoru lagi með forsvarsmönnum HSÍ. Tíminn runninn út varðandi Apelgren og Dag Þriðji kandídatinn sem HSÍ ræddi við á þessum tíma, rétt eftir leikina við Tékkland í byrjun mars, var Svíinn Michael Apelgren. Hann hafði mikinn áhuga á starfinu en ljóst var frá byrjun að Apelgren hefði aðeins tíma til 31. mars til að semja við HSÍ, þar sem klásúla í samningi hans við sænska félagið Sävehof leyfði það. Sá tími rann út og því kemur þessi 38 ára aðstoðarlandsliðsþjálfari Svíþjóðar ekki lengur til greina. Í viðtali við Vísi í gær gagnrýndi Dagur formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi, og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. Eftir því sem Vísir kemst næst þá er enn möguleiki á að Snorri taki við landsliðinu en eftir því sem vikurnar líða er það þó ólíklegra. Snorri er samningsbundinn Val og spurning hve lengi núverandi vinnuveitendur hans eru tilbúnir að bíða áður en þeir myndu lenda í vandræðum með að finna hans arftaka og tímahraki við að mynda leikmannahóp þess þjálfara. Berge verið nefndur til sögunnar Það gustaði af Guðmundi Guðmundssyni eftir vonbrigðin sem landsliðið olli á heimsmeistaramótinu í janúar og ýmsir kölluðu eftir því að nýr landsliðsþjálfari yrði ráðinn í hans stað. Vikurnar liðu og Guðmundur virtist halda starfinu eða þar til að 21. febrúar barst óvænt fréttatilkynning frá HSÍ um „samkomulag“ beggja aðila um að Guðmundur léti af störfum. Aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, voru fengnir til að stýra liðinu tímabundið og virðist ætla að takast það ætlunarverk að enda með Ísland á toppi síns riðils í undankeppni EM en þeirri undankeppni lýkur með leikjum við Ísrael og Eistland í lok þessa mánaðar. Þrátt fyrir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að Guðmundur lét af störfum virðist hins vegar enn alls kostar óvíst hver varanlegur arftaki hans verður. Óstaðfestur orðrómur er um að Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hafi mestan áhuga á að ráða Christian Berge, fyrrverandi landsliðsþjálfara Noregs. Berge tók hins vegar við spennandi verkefni sem þjálfari nýríka, norska félagsliðsins Kolstad í fyrra og óvíst hve raunhæfur sá kostur er. Formaðurinn svaraði ekki Kristján Andrésson hefur einnig verið orðaður við starfið en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann ekkert heyrt frá HSÍ og virðist ekki koma til greina þar. Kristján hefur þó áhuga á starfinu, eins og reyndar flestir virðast hafa enda Ísland með sterkan leikmannahóp sem vonir standa til að geti jafnvel barist um verðlaun á stórmótum á komandi árum. Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, svaraði ekki símtölum né skilaboðum frá Vísi í gær. Framkvæmdastjóri sambandsins, Róbert Geir Gíslason, vildi ekki tjá sig og vísaði á Guðmund.
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira