Bíður sárkvalinn eftir því að komast að Máni Snær Þorláksson skrifar 20. apríl 2023 07:07 Elísabet gagnrýnir að sambýlismaður sinn þurfi að bíða svo lengi eftir aðstoð. Vísir/Aðsend/Vilhelm Sambýliskona manns sem er sárkvalinn vegna verkja í bakinu gagnrýnir harðlega að hann þurfi að bíða fram á sumar eftir því að komast inn hjá verkjateymi Landspítalans. Hún furðar sig á því hvers vegna heilbrigðiskerfið sé ekki betra en þetta hjá fámennri þjóð eins og Íslandi. Elísabet Sveinsdóttir segir sambýlismann sinn, Erlend Ástgeirsson eða Ella eins og hann er gjarnan kallaður, hafa byrjað að finna fyrir verkjum vinstra megin í bakinu í síðastliðnum október. Hann sé með sögu um brjósklos hægra megin í bakinu en aldrei vinstra megin. „Verkirnir ágerðust og var hann sendur í segulómun í nóvember 2022,“ segir Elísabet í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir niðurstöðurnar úr myndatökunni ekki hafa verið tilefni til fagnaðarláta. Þær hafi þó gefið til kynna að eitthvað var í gangi. Síðan þá hefur ástandið farið versnandi. „Hann getur ekki unnið fullan vinnudag, er mjög kvalinn alla daga allan daginn og fær engin svör.“ „Eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna“ Elísabet segir að í mars síðastliðnum hafi þau farið á fund heila- og taugaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann hafi skoðað Ella og tjáð þeim að taka þyrfti nýjar myndir. Sú myndataka fór fram á mánudaginn og síðar sama dag heyrði Elli í lækninum. „Svörin voru á þá leið að lítið sé hægt að gera miðað við það sem sést á myndunum, þessi tiltekni læknir myndi ekki gera neitt miðað við það sem hann sá á þessum myndum. Kannski væri hægt að sprauta beint inn í meinið en þá þarf að bíða eftir að komast hjá verkjateymi Landspítalans og það tekur sex mánuði að komast þar að og er Elli búin að bíða nú þegar í rúma þrjá mánuði.“ Í samtali við fréttastofu gagnrýnir Elísabet að Elli þurfi að bíða svona lengi eftir því að komast að: „Það er bara þetta með þessi kerfi, heilbrigðiskerfið, félagslega kerfið, skólana og allt þetta - það er eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna en ekki bara tæplega fjögur hundruð þúsund hræður hérna norður í Atlantshafi.“ Tekjutap vegna verkjanna Elísabet segir að þrátt fyrir þessa miklu verki reyni Elli samt að vinna eins og hann getur. „Hann er farinn í vinnuna núna. Við erum öll einhvern veginn að reyna að gera okkar besta, sársaukaþröskuldurinn hans er einhvers staðar allt annars staðar en hjá venjulegu fólki,“ segir hún. Ljóst sé að verkirnir valdi miklu tekjutapi: „Hann vinnur sem málari og er alltaf með svona kúnnahóp til hliðar þar sem hann tekur aukaverk sem hann vinnur í sínum frítíma. Nú hefur hann ekkert getað tekið það. Það er gífurlegur tekjumissir, auk þess að hann nær ekki að klára heilan vinnudag. Mánaðarlaunin eru því ekki að tikka alveg inn og hann nær engri yfirvinnu.“ Daglegur lyfjaskammtur sem myndi rota fíl Í færslunni segir Elísabet að Elli sé á sterkum verkjalyfjum til að komast í gegnum daginn. Hún veltir því fyrir sér hversu lengi hann getur haldið svona áfram, sérstaklega í ljósi þess að hann þarf líklega að bíða fram á sumar til að komast inn hjá verkjateyminu. „Daglegur lyfjaskammtur hjá Ella af verkjalyfjum er skammtur sem myndi rota fíl og eru þetta ekki verkjatöflur sem þú færð hjá lækni bara sí svona. Ég hef til dæmis mest fengið parkódín forte hjá lækni og ef Elli ætti að taka það gæti hann alveg eins tekið C-vítamín, lyfjaþolið er orðið mjög hátt og verkjaþröskuldurinn líka. En nú er komið að því að Elli fer að henda inn hvíta handklæðinu og hreinlega gefast upp og hvað á hann að gera annað í stöðunni þegar sérfræðingurinn vill lítið sem ekkert gera og hlustar á sárkvalinn manninn gráta í símann!“ Hægt er að lesa færslu Elísabetar í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn varðandi verkjateymið og biðlistann á Landspítalann. Greint verður frá svörum við fyrirspurninni þegar þau berast. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Elísabet Sveinsdóttir segir sambýlismann sinn, Erlend Ástgeirsson eða Ella eins og hann er gjarnan kallaður, hafa byrjað að finna fyrir verkjum vinstra megin í bakinu í síðastliðnum október. Hann sé með sögu um brjósklos hægra megin í bakinu en aldrei vinstra megin. „Verkirnir ágerðust og var hann sendur í segulómun í nóvember 2022,“ segir Elísabet í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir niðurstöðurnar úr myndatökunni ekki hafa verið tilefni til fagnaðarláta. Þær hafi þó gefið til kynna að eitthvað var í gangi. Síðan þá hefur ástandið farið versnandi. „Hann getur ekki unnið fullan vinnudag, er mjög kvalinn alla daga allan daginn og fær engin svör.“ „Eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna“ Elísabet segir að í mars síðastliðnum hafi þau farið á fund heila- og taugaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann hafi skoðað Ella og tjáð þeim að taka þyrfti nýjar myndir. Sú myndataka fór fram á mánudaginn og síðar sama dag heyrði Elli í lækninum. „Svörin voru á þá leið að lítið sé hægt að gera miðað við það sem sést á myndunum, þessi tiltekni læknir myndi ekki gera neitt miðað við það sem hann sá á þessum myndum. Kannski væri hægt að sprauta beint inn í meinið en þá þarf að bíða eftir að komast hjá verkjateymi Landspítalans og það tekur sex mánuði að komast þar að og er Elli búin að bíða nú þegar í rúma þrjá mánuði.“ Í samtali við fréttastofu gagnrýnir Elísabet að Elli þurfi að bíða svona lengi eftir því að komast að: „Það er bara þetta með þessi kerfi, heilbrigðiskerfið, félagslega kerfið, skólana og allt þetta - það er eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna en ekki bara tæplega fjögur hundruð þúsund hræður hérna norður í Atlantshafi.“ Tekjutap vegna verkjanna Elísabet segir að þrátt fyrir þessa miklu verki reyni Elli samt að vinna eins og hann getur. „Hann er farinn í vinnuna núna. Við erum öll einhvern veginn að reyna að gera okkar besta, sársaukaþröskuldurinn hans er einhvers staðar allt annars staðar en hjá venjulegu fólki,“ segir hún. Ljóst sé að verkirnir valdi miklu tekjutapi: „Hann vinnur sem málari og er alltaf með svona kúnnahóp til hliðar þar sem hann tekur aukaverk sem hann vinnur í sínum frítíma. Nú hefur hann ekkert getað tekið það. Það er gífurlegur tekjumissir, auk þess að hann nær ekki að klára heilan vinnudag. Mánaðarlaunin eru því ekki að tikka alveg inn og hann nær engri yfirvinnu.“ Daglegur lyfjaskammtur sem myndi rota fíl Í færslunni segir Elísabet að Elli sé á sterkum verkjalyfjum til að komast í gegnum daginn. Hún veltir því fyrir sér hversu lengi hann getur haldið svona áfram, sérstaklega í ljósi þess að hann þarf líklega að bíða fram á sumar til að komast inn hjá verkjateyminu. „Daglegur lyfjaskammtur hjá Ella af verkjalyfjum er skammtur sem myndi rota fíl og eru þetta ekki verkjatöflur sem þú færð hjá lækni bara sí svona. Ég hef til dæmis mest fengið parkódín forte hjá lækni og ef Elli ætti að taka það gæti hann alveg eins tekið C-vítamín, lyfjaþolið er orðið mjög hátt og verkjaþröskuldurinn líka. En nú er komið að því að Elli fer að henda inn hvíta handklæðinu og hreinlega gefast upp og hvað á hann að gera annað í stöðunni þegar sérfræðingurinn vill lítið sem ekkert gera og hlustar á sárkvalinn manninn gráta í símann!“ Hægt er að lesa færslu Elísabetar í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn varðandi verkjateymið og biðlistann á Landspítalann. Greint verður frá svörum við fyrirspurninni þegar þau berast.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira