Að eiga í faðmlagi við möru Sólveig Tryggvadóttir og Heiða Hauksdóttir skrifa 19. apríl 2023 19:00 Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun