Rashford fór með til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Marcus Rashford hefur verið hættulegasti leikmaður Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Adam Vaughan Marcus Rashford ferðaðist með Manchester United til Andalúsíu þar sem liðið mætir Sevilla í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er í járnum eftir 2-2 jafntefli á Old Trafford. Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira