„Ég er bara orðlaus“ Hinrik Wöhler skrifar 19. apríl 2023 21:46 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt niðri fyrir eftir eins marks tap sinna manna í Mosfellsbæ í kvöld. Tapið þýðir að Fram er á leið í sumarfrí eftir að hafa tapað í tvígang á móti Aftureldingu í 8-liða úrslitakeppni Olís-deildar karla. „Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
„Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15