Leshraðamælingar og Háskóli Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. apríl 2023 11:01 Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun