Leshraðamælingar og Háskóli Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. apríl 2023 11:01 Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun