Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 21:02 Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að stjórnvöld hafi lengi vitað af málinu. Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik. Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik.
Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent