Mönnunarvandi og heilbrigði Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. apríl 2023 10:00 Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Heilbrigðismál Félagsmál Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun